23.4.2013 | 13:55
Gengi krónunar hefur áhrif á olíuverð á Íslandi
- Getur verið að ríkisstjórn Íslands hafi áhrif á gengi krónunnar með vinnubrögðum sínum.
Frá áramótum hefur gengi íslensku krónunnar styrkst um rúm 10%, aðeins mismunandi eftir gjaldmiðlum.
Þegar gengi íslensku krónunnar lækkar er verðlag á innfluttum vörum og þjónustu umsvifalaust hækkað. Vegna gengisþróunar eins og það heitir gjarnan.
En nú hefur gengið styrkst og þá hljóta menn að spyrja: Af hverju lækka þá ekki innfluttar vörur og þjónusta í verði?
Það virðist enginn hafa áhuga fyrir gengi íslensku krónunnar í þessari kosningabaráttu og allra síst fjölmiðlar. Sem ættu auðvitað við þessar aðstæður að herja á þá sem halda uppi verðlaginu í landinu.
Einnig að hjóla í þá sem telja sig hafa einhverju eftirlitshlutverki að gegna í þágu almennings.
- Hið eðlilega væri að influttar vörur lækkuðu í verði um þessi 10% og þannig ykist kaupmáttur launafólks í landinu mjög verulega.
. - En ýmsir hópar atvinnurekenda halda uppi látlausum áróðri sem fylgir ákveðinni flokkslínu í pólitíkinni bæði í fjölmiðlum og t.d. í verslunum.
. - Það er engin tilviljun að þessi áróður er hafður uppi um þessar mundir, en nær væri að þessir aðilar létu vöruverð fylgja innflutningskostnaði á innfluttri vöru.
Olía lækkar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.