25.4.2013 | 17:58
Æ fleiri sjá gegnum skrum Framsóknar
- Það er hárrétt mat, að boðskapur og stefna Framsóknar myndi verða mesti landsbyggðarskattur sem um getur á seinni árum.
- En ekki bara það, heldur einnig verulegur auka skattur á láglaunafólk, einmitt fólkið sem hefur fengið stærsta skellinn í hruninu sem er fólk sem býr í leiguhúsnæði á Reykjavíkursvæðinu.
Ef íslenska þjóðarbúið getur fengið einhverjar krónur út úr þrotabúunum er það vegna þess að ríkissjóður hefur lagt til þessara föllnu banka verulega fjármuni sem greiddir hafa verið með skattfé launamanna og því er eðlilegt að þeir fjármunir komi til baka í ríkissjóð.
Peningarnir verði þá notaðir til að greiða niður skuldir ríkissjóðs svo hægt verði að byggja upp félagskerfið að nýju og lækka skatta á launfólki. Næga styrki hafa hálaunamenn notið gegnum árin með lægri skattagreiðslum.
Peningarnir verði þá notaðir til að greiða niður skuldir ríkissjóðs svo hægt verði að byggja upp félagskerfið að nýju og lækka skatta á launfólki. Næga styrki hafa hálaunamenn notið gegnum árin með lægri skattagreiðslum.
![]() |
Nánast jafnstórir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:53 | Facebook
Athugasemdir
sammála þér í þessu
Rafn Guðmundsson, 25.4.2013 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.