Spái þriggja flokka stjórn


28. apríl 2013 kl. 9.40 eftir Kristbjörn Árnason

  • Og að Sigmundur Davíð yrði óumdeilanlegur forsætisráðherra

Mér finnst minni líkur á því að Sigmundur Davíð kjósi að fara í stjórnar-samstarf með Sjálfstæðisflokki undir stjórn Bjarna Benediktssonar. Ástæðan er einföld, Sjálfstæðisflokkurinn er stærri þótt flokkarnir hafi jafnmarga þingmenn.

Í slíkri stjórn lægi alltaf í loftinu að eðlilegt væri að Bjarni væri forsætisráðherra.

Í þannig helmingaskiptastjórn er jafnvel ekkert fast í hendi fyrir því að aðalmál Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni næði fram að ganga með þeim hætti sem Sigmundur Davíð væri ánægður með.

Framsóknarflokkurinn yrði ekki það forystuafl í slíku samstarfi eins byðist í þriggja flokkastjórn með gömlu stjórnarflokkunum.

Auk þess Framsóknarflokkur fengi á sig gamlar aurslettur frá Sjálfstæðisflokki.

Í þriggja flokka stjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum bæri Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkur höfuð og herðar yfir samstarfsflokkanna með fleiri þingmenn en þeir hafa samanlagt.

Þannig gæti flokkurinn fengið 4 ráðherra af stærri sortinni, Samfylking 2 ráðherra ásamt forseta Alþingis og Vinstri Grænir 2 ráðherra.

Í slíku samstarfi gæti Framsókn hæglega unað við helstu áherslur þessara flokka eins í Samfylking með ESB málið og frekari uppbyggingu velferðarsamfélagsins VG getur unað sínum hag í umhverfisverndar-málum og staðið að uppbyggingu félagslega velferðarkerfisins.

Þar með getur VG verndað Ramma-áætlun en Framsókn hefur samt sem áður svigrúm til stóra framvæmda með stoð í þeirri áætlun.


mbl.is „Gamalkunnugt mynstur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Ríkisstjórn Framsjalla, verður hún að veruleika, er fyrirfram andvana fædd. Það sjá allir sem vija.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 17:28

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

slík tveggja flokka stjórn hefur ekki breiða skírskotun. það er auðvitað mikilvægt að mynda starfshæfa stjórn með traustan meirihluta að baki sér en slík stjórn verður að hafa víðari skírskotun en þessi tveggjaflokka stjórn myndi hafa.

Þegar hefur verið samþykkt á Alþingi að það verði allraflokka nefnd sem tekur á snjóhengjunni og annast pólitíska umsjón með samningaviðræðum við kröfuhafa bankaþrotabúanna.

Þá hefur verið rætt um að fá reynda erlenda samningamenn til verksins. Þannig að þessi vinna færi fram á ábyrgð Alþingis.

Kristbjörn Árnason, 28.4.2013 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband