30.4.2013 | 13:03
Enn eitt áfallið hjá Bjarna Benediktssyni
- Og hjá Sjálfstæðisflokknum.
- Einnig hjá ..Heimsýn" og hjá ,,Vinstri vaktinni"
Alveg frá því á lokadögum kosningabaráttunnar hefur Bjarni Benediktsson gert hosur sínar grænar fyrir Sigmundi Davíð. Reyndar gerði Bjarni kröfur um að hann í nafni Sjálfstæðisflokksins yrði falið að mynda ríkisstjórn í landinu. Þetta er því ákveðið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn til viðbótar við önnur.
- Sjálfstæðisflokkurinn óttast það nú mest að lenda í þeirri stöðu að verða áfram í stjórnarandstöðu.
Nú fær Sigmundur Davíð næði til að ræða við fleiri flokksformenn og getur hæglega sett á stað atburðarrás þar sem ekki verður aftur snúið. Þótt ýmsir hafi verið að atast í Sigmundi Davíð með því að ýja að því hann væri þegar byrjaður að ræða við Bjarna. Greinilegt er að Sigmundi Davíð hugnast betur samstarf til vinstri og hann verður í slíkri stórn afgerandi foringi.
Slík stjórn gefur færi á, að setja á stað skuldaleiðréttingar, lagfæringar á stjórnarskránni ásamt ásættanlegum breytingum á fiskveiðimálunum. Allt mál sem ekki væri hægt að gera í samstarfi með Sjálfstæðisflokki. Þá væri hægt að koma á eðlilegum breytingum á húsnæðiskerfinu ásamt félagslegu húsnæðiskerfi sem er nauðsynlegt gagnvart láglaunafólki.
Umhverfismálin ásamt lagfæringum í menntamálum og átaki félagsbótum fyrir almenning. Þá er þannig einfaldara að eiga samskipti við aðila vinnumarkaðarins með þessum hætti ásamt nauðsynlegri uppstokkun á Tryggingastofnun og alvarlegri skoðun á eftirlaunakerfi landsins.
Þá er nauðsynlegt að lagfæra fundarsköp Alþingis.
- Líklegt er að bæði ,,Björt Framtíð" og Píratar" myndu styðja slíka stjórn í mörgum þjóðþrifamálum og þannig myndi slík stjórn hafa miklu breiðari skírskotun en tveggja flokka stjórn.
Ætlar að ræða við alla formenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnlagaþing, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Facebook
Athugasemdir
Áfallahjálp ?
hilmar jónsson, 30.4.2013 kl. 13:42
Framsókn getur ekki myndað meirihlutastjórn með BF og Pírötum, alls yrðu það 28 þingmenn. Og þar eð hvorki Samfylkingin né VG eru stjórntæk, er eðlilegast að Framsókn myndi tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Með Sigmundi sem forsætisráðherra verða Sjallarnir að sætta sig við að skuldamál heimilanna og stöðvun á ESB-aðlöguninni fari í stjórnarsáttmálann.
Annars tók ÓRG vitra ákvörðun um að fela Sigmundi stjórnarmyndun. Það vilja víst fáir fá Bjarna Ben í forsæti.
Pétur D. (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 14:37
Pétur það voru jafnmargir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Það væri bara skelfing ef Framsókn færi í ríkisstjórn með t.d. Samfylkingunni nema því aðeins að þeir væru tilbúnir að hætta við þetta Evrópubrambolt sitt.
Sandy, 30.4.2013 kl. 15:04
Það er raunar ómögulegt að átta sig á skilyrðum Framsóknarmanna í ESB- málinu. Ég efast ekkert um að Sigmundur finnur einhverja millileið. S.s. að láta kjósa um hvort halda skuli áfram viðræðum eða eitthvað annað. Framsókn er miðjuflokkur og menn mega ekki gleyma því.
Eins og þú segir réttilega að þá er Bjarni ekki óumdeildur sem ráðherraefni og það sama má segja um flokk hans sem enn er ekki búinn að gera upp sína fortíð og viðurkenna sín mistök. Þannig að mínu mati, er Sjálfstæðisflokkurinn enn ekki stjórntækur.
Nú skiptir meginmáli að næsta ríkisstjórn hafi breiða skýskotun sem tveggja flokka stjórn hefði ekki. Hitt er svo annað mál, að ég er ekkert viss um að vinstri flokkunum langi til að fara í aðra ríkisstjórn sem hefði það verkefni eins og sú fyrri að hreinsa upp restarnar eftir hrunið.
Loforð Framsóknarflokksins eru það stór, að erfitt getur verið að standa undir þeim og vandasamt að ganga inn í annan hrunskafl því slíkt getur tæplega verið til vinsælda fallið ef ekki er hægt að standa við lofaorð Framsóknar.
Sjálfstæðisflokkurinn mun verða eins og óargadýr á Alþingi áfram utan stjórnar. Þannig hefur hann alltaf verið í stjórnarandstöðu.
Kristbjörn Árnason, 30.4.2013 kl. 15:09
Ætlar þú Kristbjörn að halda því fram að samfylkingin sé stjórntæk eftir að hafa sett evrópumet í kosningatapi?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 30.4.2013 kl. 17:30
það gerir Samfylkinguna enn stjórntækari en annars hefði verið. Það eru margar ástæður fyrir því.
Allir villikettirnir eru farnir úr VG. Þeir buðu sig fram undir Regnboganum og sást eins og hvernig þeir fóru út úr því.
Kristbjörn Árnason, 30.4.2013 kl. 21:50
Samfylking með Framsókn?????????????????
Afar ólíklegt, held ég. Nánast ekki sammála um neitt.
Framsókn gæti hins vegar unnið bæði með VG og BF upp á megin stefnu.
Spurning með hvað D væri til með að teygja sig með það að ná stjórnarsáttmála, hvar þeir eru í fyrsta sinn EKKI ráðandi aðilinn.
Þetta er bara spennandi.
Jón Logi (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 22:54
Eina von Bjarna til að taka þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn er með Framsóknarflokki. Enginn annar flokkur myndi vilja starfa með Bjarna og félögum.
Nú dag sýndi Bjarni af sér þann hroka og dómgreindarskort að hafna viðræðum við Framsóknarflokkinn nema að hann hætti öllum samtölum við aðra flokka.
Þetta var mikill afleikur hjá Bjarna.Því Framsóknarfokkurinn hefur aðra valkosti. Síðan mega menn ekki gleyma því, að mjög margir innan Framsóknarflokksins kenna Sjálfstæðisflokknum alfarið um hrunið og hvernig þessum flokki tókst að afvegaleiða forystumenn í Framsókn. (Davíð og Halldór)
Framsóknarflokkurinn telur sig vera búinn að hreinsa til í sínum ranni en það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert enn og er í afneitun.
Klaufaskapur Bjarna í málinu er yfirgengilegur
Kristbjörn Árnason, 30.4.2013 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.