30.4.2013 | 23:49
Framsóknarflokkurinn er eina von Sjálfstæðismanna
Eina von Bjarna til að taka þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn er með Framsóknarflokki. Enginn annar flokkur myndi vilja starfa með Bjarna og félögum.
Nú dag sýndi Bjarni af sér þann hroka og dómgreindarskort að hafna viðræðum við Framsóknarflokkinn nema að hann hætti öllum samtölum við aðra flokka.
Þetta var mikill afleikur hjá Bjarna.Því Framsóknarfokkurinn hefur aðra valkosti. Síðan mega menn ekki gleyma því, að mjög margir innan Framsóknarflokksins kenna Sjálfstæðisflokknum alfarið um hrunið og hvernig þessum flokki tókst að afvegaleiða forystumenn í Framsókn. (Davíð og Halldór)
Framsóknarflokkurinn telur sig vera búinn að hreinsa til í sínum ranni en það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert enn og er í afneitun.
Klaufaskapur Bjarna í málinu er yfirgengilegur
Framsókn ekki með einkaleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Ekki viss um að þetta sé rétt. SDG verður að vera stífur á meiningunni með þessa 20% leið sína, sem allir vita er ófær, en sé hann það ekki, er trúverðugleiki hans farinn "down the drain". Hinsvegar er BB búinn að klippa vígtennurnar úr DO/LÍÚ klíkunni, þannig að hann á alla möguleika á að komast að samkomulagi við Samfó og BF um stjórnarmyndun. ESB verður ekki hindrun þar, því það er í raun meirihluti innan xD fyrir því að klára viðræðuferlið og leggja það í þjóðaratkvæði.
Moi (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 08:30
Sigmundur Davíð er löngu búinn að draga þetta 20% dæmi sitt til baka. En Bjarni er ekki búinn að draga neinar vígtennur úr Davíð Oddsyni og eða LÍÚ.
Sjálfstæðisflokkurinn er í raun klofinn flokkur og óstjórntækur með öllu. Bjarni sem er ekki óumdeildur vegna ýmissa mála sem eru fyrir dómstólum getur ekki sameinað flokkinn og ekki heldur þessi varaformaður sem keyrði Orkuveituna í þrot ásamt félögum sínum.
Hanna Birna hefur nú í tvígang ráðist aftan að foringja sínum innan flokksins. Fyrst var það Villi hinn góði, vinur gamla fólksins á EIR. Síðan núverandi formannsnefna með sína ætt flokkseigenda Sjálfstæðisflokksins.
Þrátt fyrir ótal framsagnarnámskeið hinna vænstu manna er hann ekki maður til stóræðanna. Hann er t.d. Evrópusinni rétt eins og Hanna Birna
Kristbjörn Árnason, 1.5.2013 kl. 08:44
20% flöt var fyrir kosningarnar 2009 enda var það þá hægt eins og allir nema Samfylking hafa viðurkennt. Meira að segja Steingrímur og AGS viðurkenndu að 320 milljarðar í heimilin og 120 í fyrirtækin væri hagsælast.... ekki 407 milljarðar í bankana sem síðan skiluðu 120-150 í fyrirtækin og ríkið setti svo 28-35 í 110% leiðina sem "S-gjaldborg um heimilin".
Vissulega er Bjarni að mála sig út í horn þar sem að stórar yfirlýsingar skaða hann og Sjalla almennt.
Framsókn er hagsælast að draga áfram Samfylkingu og BF enda er "almennt sakleysi" Samfylkingarinnar orðið skáldað og ef að þeir fá ekki að vinna að sínu muni þeir þurrkast út (vegna 2007-2009 og þáttöku þeirra í hruninu). Framsókn yrði með mun sterkari stöðu en með Sjöllum og mun minni átök þá sérílagi ef að samið er síðan við Pírata að verja þá "villiköttum".
Óskar Guðmundsson, 1.5.2013 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.