18.5.2013 | 10:27
Það er full ástæða til að hafa áhyggjur
- Við sem þekkjum samstjórnir Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í gegnum tíðina höfum fulla ástæðu til að hafa áhyggjur vegna næstu missera.
Hið skelfilega stjórnartímabil Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins frá 1995 til 2007 jók skattbyrði láglaunahópa hér á landi. Á sama tíma var létt sköttum af ríkum, fjármagns-eigendum og fyrirtækjum. Þetta má sjá á blaðsíðu 90 í vandaðri skýrslu, Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni, sem út kom haustið 2008, er þessu lýst svona:
· ...skattbyrði hefur aukist mest í lægri tekjuhópunum og er ástæðan sú að lækkun álagningarhlutfallsins hefur ekki dugað til að vega upp á móti hlutfallslegri lækkun persónuafsláttar. Skattbyrðin eykst um rúmlega 10% prósentustig í lægstu tekjubilum, en munurinn fer síðan minnkandi og deyr út við 90% mörkin. Stafar það af því að lægra álagningarhlutfall hefur meira að segja eftir því sem tekjurnar eru hærri, auk þess sem afnám hátekjuskattsins virkar efst í tekjuskalanum.
ÞÞÞessa staðreynd hafa sjálfstæðismenn reynt að fela árum saman. En þeir ofurhag-fræðingar og fyrrum þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem m.a. Tryggvi Þór Herbertsson og Vilhjálmur Egilsson kvittuðu undir skýrslu þessa efnis
Ójöfnuður hafði aukist hröðum skrefum fram að hruni og varð ískyggilegur þegar einnig var tekið mið af fjármagnstekjum.
Nú ber svo við að í nýrri skýrslu OECD er staðfest að fráfarandi ríkisstjórn snéri þessari þróun við með miklum látum. Ójöfnuður er nú minnstur á Íslandi í öllum samanburðarlöndum OECD.
Þetta gerist á sama tíma og kreppa undanfarinna ára sýnir ótvíræðar hneigðir í þá átt að auka ójöfnuð; hinir tekjulægstu sæta mestum skerðingum og sums staðar hafa hinir ríkustu aukið tekjur sínar á hörmungartímum.
Gögn OECD staðfesta það sem Stefán Ólafsson og samstarfsmenn hans hafa áður sagt og gert grein fyrir. Stefán leggur sjálfur út af þessum nýju tíðundum frá OECD og segir:
· Víðast lagðist kreppan með mestum þunga á lágtekjufólk, en ekki á Íslandi. Samt var kreppan hér dýpri en annars staðar.
· Mest kjaraskerðing lagðist á lágtekjufólk í helstu kreppulöndum, eins og Grikklandi, Írlandi, Spáni, Ungverjalandi, Eistlandi, Ítalíu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Á Íslandi lagðist hlutfallslega meiri þungi af kreppunni á tekjuhærri hópana.
· Samkvæmt þeim mælingum sem OECD notar til að meta fátækt (afstæð fátækt) þá dró heldur úr fátækt á Íslandi eftir hrun, en í flestum ríkjum jókst fátækt. Það þýðir að tekjur lágtekjufólks minnkuðu minna en tekjur miðhópa á Íslandi. Hér tókst sem sagt að milda áhrif kreppunnar á fólk í lægri tekjuhópum umfram hærri tekjuhópa...
· Í OECD-ríkjunum fækkaði eldri borgurum undir fátæktarmörkum að jafnaði úr 15% í um 12%, en á Íslandi fækkaði þeim mun meira.
Leið sú, sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG fór miðaði að því að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot hinna verst settu.
Það tókst eins og sést á meðfylgjandi mynd OECD. Eftir þessum árangri er tekið þó einna síst meðal íslenskra fjölmiðla.(heim. Jóhann Hauksson)
Ný stjórn tekur á sig mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Athugasemdir
Ég eyddi hér út úr athugasemdum heilli ritgerð sem var send frá einhverjum Þorgeiri sem ég veit ekki hver er. Í þessari ritgerð kemur ýmislegt athyglisvert fram sem hægt er að taka undir.
En þessi ritgerð var einnig persónuleg árás á fráfarandi forsætisráðherra og alvarlegar dylgjur um hana einnig, það er nokkuð sem ég kæri mig ekki um að bera ábyrgð á.
Kristbjörn Árnason, 18.5.2013 kl. 14:07
Ríkisendurskoðandi telur ótímabært að dæma hvort fýsilegt sé að skipta upp ráðuneytum sem nýlega voru sameinuð. Ekki sé komin nægileg reynsla á sameininguna.
Í stjórnarmyndunarviðræðunum hefur komið fram að formaður Sjálfstæðisflokksins vill fjölga ráðherrum á ný. Ekki er þó ljóst að hve miklu leyti ráðuneytum verði skipt upp að nýju.
Fækkun ráðuneyta úr 12 í 8 á nýloknu kjörtímabili átti að hafa talsverða hagræðingu í för með sér. Fjármálaráðuneytið áætlaði að þrjár sameininganna gætu sparað um 360 milljónir króna á ári. Ríkisendurskoðun lagði á sínum tíma blessun sína yfir undirbúning sameiningannar. Hún var sögð geta aukið hagkvæmni og hafi verið tekin að vel athuguðu máli með skýr markmið um bætta þjónustu við almenning.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði um hugmyndir Bjarna Benediktssonar í samtali við fréttastofu að ekki sé komin nægileg reynsla á sameiningarnar. Því sé ótímabært að dæma hvort fýsilegt sé að skipta ráðuneytum aftur upp.
Kristbjörn Árnason, 18.5.2013 kl. 14:17
Það er alltaf talað um fjármagnstekjur sem laun.
En þau eru það alls ekki.
Ætli ástæðan fyrir að fjármagnstekjur eru hættar að búa til þetta mikla bil á milli fátækra og ríkra er að núna er engin hagnaður og lítið svigrúm til að borga út hagnað.
Svo skulum við ekki gleyma að þessum „launum“ er líka frekar haldið eftir, faldar eða eitthvað þvíumlíkt til að komast hjá hækkunum á skatt.
Eina leiðin sem ég varð var við í stjórnartíð síðustu ríkistjórnar var að hækka skatta.
Skil ekki hvað það var sem þeir gerðu sem á að hafa hjálpað þeim lægst launuðu. Ég hef ekki séð neitt nema tekjurýrnun.
Teitur Haraldsson, 18.5.2013 kl. 15:42
Þú verður að vera samgjarn með ráðuneytin.
Þau voru sameinuð vegna þess að „rotturnar voru að yfirgefa sökkvandi skip“.
Það var eiginhagsmunasemi sem var ástæða sameiningar ráðuneytanna, ekki sparnaðarsjónarmið.
Enda er sá sparnaður ekki möguleiki þegar allir starfsmenn ráðuneytanna héldu sínum störfum.
Það sama er í gangi núna. Það er eiginhagsmunaseggir sem eru að skipta ráðuneytunum upp aftur, ekkert nýtt, ekkert breyst.
Teitur Haraldsson, 18.5.2013 kl. 15:48
Sæll Teitur þú sérð mun á tekjum og launum, þú munt vera sá fyrsti sem nefnir þetta í mín eyru. Vandinn er sá að fjármagnstekjur bera aðeins 20% heildaskatta á meðan launamenn eru að greiða um 40% skatt + lífeyrissjóðaskattinn.
Það hafa borist mörg erlend gögn t.d. frá OECD um þessa skattalækkun hjá launamönnum í lægri tekjuþrepum og einnig frá vorri íslensku Hagstofu. Ekki má gleyma skýrslu þeirri sem ég minnist á og var gerð að tilstuðlan Geirs Haarde.
Í dag er ekki minni rekstarhagnaður í íslenskum fyrirtækjum og voru t.d. 2006 og mörg ár þar áður. Vandamál íslenskra fyrirtækja í dag og hafa verið áberandi frá 2007 er gríðarleg skuldsetning fyrirtækja. Allur arðurinn fer í vaxtagreiðslur en ekkert í t.d. skattagreiðslur og ný-fjárfestingarsvo eitthvað sé nefnt.
Síðustu fjögur ár var ráðuneytum fækkað um 4, eða úr 12 í 8. Þetta var raunar gert vegna ábendinga frá AGS og frá fleirum. Miðað við mannfjölda á Íslandi vorum við með allt of mikla yfirbyggingu og um leið kostnað.
Opinberum stofnunum hefur verið fækkað mjög verulega og fjöldi opinberra starfsmanna hefur fækkað gríðarlega og hafa þeir ekki verið færri í 3 áratugi.
Ég þakka þér innlitið, en endilega kynntu þér þessi mál.
Kristbjörn Árnason, 18.5.2013 kl. 17:00
Já ég sé stóran mun, og það gera öll stjórnvöld í heiminum sem ég veit um líka. Þess vegna bera þessar tekjur ekki tekjuskatt.
Það sem er að gerast með skattinn er skýrt mun betur hérna en ég mun nokkur tíma getað gert.
http://danieljmitchell.wordpress.com/2012/03/18/the-tax-system-explained-in-beer/
Ég hef ekki rekist á neitt um fækkun starfsmanna hjá hinu opinberra. Og ég finn engar tölur um að þeir hafi aldrei verið færri (eða fleiri).
Ég er ekki að neita að svona geti ekki verið, bara að ég veit ekki betur og finn það ekki.
Teitur Haraldsson, 21.5.2013 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.