Hver er skoðun ASÍ?

 

  • Ég eins og fleiri spyr: Hver er skoðun ASÍ?
 
  • Eða eru það kanski uppmælingaraðallinn sem stjórnar nú viðhorfum ASÍ eins oft áður á þessu kjörtímabili. 
  • Mennirnir sem hafa verið í bandalagi með samtökum atvinnurekenda og Sjálfstæðisflokknum við að berja í gegn virkjanaframkvæmdir fyrir álver. 

En það er ekki glæsilegt afspurnar fyrir ASÍ sem tók fullan þátt í aðförinni að ríkisstjórninni strax 2009, er þessir aðilar reyndu að knésetja ríkisstjórnina með því að skella henni upp við vegg.

Það gerður þeir með svo nefndum ,,Stöðugleikasáttmála" sem hefði eyðilagt allann efnahagslega bata þjóðarinnar og farið hrikalega með láglaunafólk sem starfar eftir launatöxtum Starfsgreinasambandsins.

Þetta var óþverrabragð, enda var almenningur í landinu búinn að snúa baki við þessum forystumönnum ASÍ löngu fyrir hrun. Así tók fullan þátt í frjálshyggjufylliríinu fyrir hrun.

Í þessi tuttugu ár sem ég var virkur í félagsstörfum ASÍ og virkur í kjarasmningagerð litum við aldrei svo á, að það væri ,,krónan" sem væri sökudólgurinn þegar misgefnir stórnmálamenn stjórnuðu þessu landi. Við höfðum stjórnmálamenn sem ekki gátu stjórnað efnahagsmálum þjóðarinnar.

Útgerðin í landinu stjórnaði efnahagsmálunum í áratugi og hefur enn náð völdum á Íslandi. Næstu ríkisstjórn mætti þess vegna kalla LÍÚ- stjórnina. Næstu fjögur ár mun stjórn landsins fara eftir vilja útgerðarinnar enda heldur hún uppi þessum stjórnmálaflokkum sem eru að mynda stjórn.   

Hægri flokkar hafa ævinlega stjórnað þessari þjóð, eina undantekningin eru þessi rúm fjögur ár sem nú eru liðin og að það er orðið löngu ljóst að sú stjórn gerði kraftaverk í efnahagsstjórn landsins og hún sló skjaldborg  utan um velferð láglaunafólksins eftir því sem efni og fjármálaófreskjan leyfði. Nokkuð sem engin önnur ríkisstjórn á Íslandi hefur áður gert.

Það er ekkert undarlegt við það þótt menn hafi viljað síðustu fjögur árin skoða hvort hægt væri að komast undan stjórn LÍÚ og taka upp nýjan gjaldmiðil. En það frýjar menn ekki frá því að halda uppi vandaðri efnahagsstjórn í landinu.

Krónan er vissulega veikur gjaldmiðill og hún hefur verið misnotuð í gegnum tíðina til að halda niðri launum launafólks. Það er bara staðreynd sem engin getur lokað augunum fyrir. 


mbl.is Íslenska leiðin gefið betri niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þessi orð þín eru ein mestu öfugmæli sem ég hef fundið hér í heimi "

Hægri flokkar hafa ævinlega stjórnað þessari þjóð, eina undantekningin eru þessi rúm fjögur ár sem nú eru liðin og að það er orðið löngu ljóst að sú stjórn gerði kraftaverk í efnahagsstjórn landsins og hún sló skjaldborg utan um velferð láglaunafólksins eftir því sem efni og fjármálaófreskjan leyfði. Nokkuð sem engin önnur ríkisstjórn á Íslandi hefur áður gert".

Hef ég samt skoðað mörg ummæli víða...

Skjaldborgin var slegin utanum velferð banka og fjármálastofnana sem fengu skotleyfi á þjóðina...

Ólafur Björn Ólafsson, 19.5.2013 kl. 09:26

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta sem þú segir Ólafur Björn er bara rangt því miður. Það er alveg sama hvaða gögn þú skoðar um þessi mál sem koma frá viðurkenndum aðilum sem eru ólituð af íslenskum hagsmunasamtökum, þá er þetta megin stefið í þeim öllum.

Hvergi í Evrópu og jafnvel þótt við tökum Bandaríkin með inn í myndina, hefur hvergi tekist betur til með að verja hagsmuni þeirra sem hafa lægstu launin. Aldrei áður á Íslandi hefur einasta ríkisstjórn reynt að lina skaðan hjá láglaunafólki í kreppum sem koma almenn á tíu ára fresti. Ég hef lifað margar kreppur.

Samt er ekki nóg að gert í þessum efnum. Þar ber hæst greiðsluvandi láglaunafólks, þ.e.a.s. fólksins sem starfar eftir lægstu launaflokkunum sem verkalýðshreyfingin semur um við samtök atvinnurekenda.Fyrir ófaglært fólk.

Þetta fólk býr að mestu leiti í leiguhúsnæði og eða inni á foreldrum og þannig hefur það verið mörg undanfarin ár. Jafnvel í miðju gróðærinu. Þetta fólk býr aldrei við markaðslaun og nýtur aldrei neinnar þenslu í íslenska hagkerfinu.

Hér er ég að ræða um fjölskyldur sem eru með innan við 500 til 600 þús. Fjölskyldur sem eru með það lág laun að það hefur ekki getað fengið húsnæðislán til að eignast eigin íbúð. Í þessum hópi er einnig það fólk sem lifir á bótum.

Það er nákvæmlega staðan sem er uppi núna og hefur verið síðustu a.m.k. 20 árin. Fjármaáöflin hafa ráðið þjóðfélaginu og þau keyrðu það í þrot. Þessi öfl hafa ekki enn misst völdin.

Þessi vinstri stjórn var frá fyrsta degi það veik að hún réð ekki við þessa aðila. Hún hefði getað verið það, ef íslendingar ættu alvöru verkalýðshreyfingu. En það er ekki staðan, hún er bæði veikburða í dag því ungt fólk sinnir henni ekki og hún er klofin í herðar niður.

Takk fyrir innlitið Ólafur Björn

Kristbjörn Árnason, 19.5.2013 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband