Réttmæt spurning hjá Birni Bjarnasyni

 

  • Allar götur frá því Indefece hópurinn kom fram vegna Icesave málsins hefur Ólafur Ragnar kosið að gera þeirra málstað að sínum og stefnu gömlu flokksfélaga sinna í Framsóknarflokknum einnig. 
    .
  • Ábyrgðarleysið var vinsælt á erfiðum tíma fyrir þjóðina.
  • Hann hefur í raun tekið upp háttarlag augnaþjónsins að mínu mati. 

Það er ljóst að forsetinn hefur allar götur síðan farið mörgum sinnum út fyrir sín hlutverkamörk. Það hefur í raun alltaf legið fyrir eftir að þetta Icesave vandamál mál varð að alvöru, hefur Sjálfstæðisflokkurinn reynt að finna málefnalega lausnir í því máli. 

  • Rétt eins og ríkisstjórnarflokkarnir síðar. 

Framsóknarflokkurinn fór í felur með skottið milli fótanna, það var býsna áberandi af háttarlagi þáverandi formanni flokksins sem kaus að gefast upp hreinlega og sagði af sér þingmennsku  og hvarf. Ábyrgð Framsóknarflokksins vegna þessa máls var engu minni en Sjálfstæðisflokksins.

Er vinstri flokkarnir mynduðu ríkisstjórn 2009 þekktu þeir Icesave málið og fetuðu þeir vandratað einstigið í samningum um málið samkvæmt samþykkt Alþingis.  Allir kostir í þessu máli voru vondir  og samningstaða Íslands var í upphafi hörmuleg strax eftir hrunið, einnig í byrjun árs 2009.

Ef Framsókn hefði þá verið í ríkisstjórn hefði sá flokkur axlað þá ábyrgð að reyna ná samningum því aðrar leiðir sýndust áhættusamar.

  • Margir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna voru skíthræddir við þetta mál og kusu að fara í Framsóknarleikinn. Það var auðvitað vinsælt með þjóðinni. 
    .
  • Nú hefur EFTA dómurinn sagt sína skoðun á skyldu íslendinga, en þjóðin er samt langt kominn með að ljúka þessum greiðslum.
    .
  • Þjóðin er enn að greiða þessa rosalegu upphæð.  
    .
  • Ólafur Ragnar kaus að fara í Framsóknarleikinn og velta sér upp úr vinsæældum ómennskunnar. Þessi maður getur ekki gert lítið úr því fólki sem tókst á við nær óvinnandi verkefni. Hann getur aðeins gert lítið úr sjálfum sér.

 


mbl.is „Hvað vakir fyrir Ólafi Ragnari?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Enn eitt flokkageim Ólafs. Er hann að ná fram hefndum gegn sínum gamla flokki eins og Björgólfur gegn Eimskip út af Hafskip?

Njörður Helgason, 22.5.2013 kl. 23:46

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er Sjálfstæðisflokkurinn allt í einu orðinn svona málefnalegur að þínu mati, Kristbjörn minn? Var ískalda matið hans Bjarna hana Benediktssonar svona málefnalegt kannski?!

65 milljarða króna værum við nú búin að borga skv. Buchheit-samningi Steingríms, m.v. aprílbyrjun þessa árs, allt í erlendum gjaldeyri, og meira myndi bætast við! Hvar ætluðu Jóhanna, Steingrímur, ESB-Össur og Bjarni ískaldi að finna þá 65 milljarða, Kristbjörn?

Var Bjarni ekki heldur kaldur að leggja í hann gegn forsetanum og þjóðinni?

Hann fraus næstum yfir og missti af forsætisráðherraembættinu fyrir vikið. Lexía!

Jón Valur Jensson, 23.5.2013 kl. 01:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vá hvað þið Kristbjörn og Njörður eruð illa haldnir af ofsóknarranghugmyndum.

Þjóðin er ekki að greiða neina upphæðu, heldur þrotabú Landsbankans.

Sem er ólöglegt lán sem verður afskrifað ef farið verður að lögum.

Þökk sé forseta og 60% kjósenda sem voru vaktir til verka með undirskriftasöfnun.

Ef það er eitthvað óljóst við þetta er velkomið að veita ykkur frekari útskýringar.

P.S. Útskýring hér á hugtakinu Mandat: http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1299425/

Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2013 kl. 01:58

4 identicon

Jón Valur Hvað hefðum við verið búin að borga mikið ef Hollendingar og Bretar hefðu ekki hafnað icesave lögum1(Svavarsamning)Sem forsetinn skrifaði undir

Jón (IP-tala skráð) 23.5.2013 kl. 07:27

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Allir vita að fyrsti samningurinn sem batt alla síðari samningamenn sem að þessu Icesave - máli var samnings uppkast Árna Matt í umsjón Baldurs Guðlaugssonar. Sá samningur setti síðari samningamenn í sjálfheldu vegna þess að hann var í fullu gildi

Síðan kemur samningur Svavars sem við greiðum eftir nú

Landsbankann þjóðnýtti ríkisstjórn Geirs Haarde og þetta þrotabú er að greiða þetta fé. En það fé dugir skammt ekki til að klara heildar skuldir Landssbankans því miður. Það er þá í raun íslenska þjóðin sem greiðir þessar fjárhæðir í nafni þrotabúsins. Því þjóðin á skuldir búsins og hugsanlegar eignir. Þær eignir eru fyrst og fremst lánasamningar t.d. við útgerðina.

Þessi EFTA dómur hefur engu breytt Icesave

Kristbjörn Árnason, 23.5.2013 kl. 08:19

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Kristbjörn, við greiðum ekki eftir neinum samningi Svavars og heldur ekki eftir samningi Buchheits, og þetta er þvæla hjá þér um EFTA-dómstóls-úrskurðinn. Skuldabréfið sem gamli bankinn fekk í nýja Landsbankanum er á ábyrgð Steingríms J., ekki satt? -- og sannarlega gagnrýndi ég það -- og ertu búinn að gleyma því, að Steingrímur er þinn maður?

Jón kl. 07.27, ég hef ekki svarið við þessu um þau fyrirvaralög Alþingis sem forsetinn undirritaði síðan með nýjum og enn fleiri fyrirvörum, svo eindregnum, að Bretar og Hollendingar höfðu ekki vit á að samþykkja þann nauðungargerning.

Jón Valur Jensson, 24.5.2013 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband