Ísland, land hagsmunasamtakanna

  • Frá Kína, frá Banglades og mörgum öðrum fátækustu ríkjum heimsins eru fluttir skipsfarmarnir til Evrópu vörur sem skráðar eru íslenskar. Síðan fer hluti af þessum vörum til Íslands. Allar þessar vörur eru seldar á hæsta mögulega verði.
    .
  • Íslenskir neytendur greiða mun hærra verð fyrir þessar sömu vörur seldar á Íslandi og segja má að íslendingar greiði niður þetta verð í erlendum borgum
    .
  • Fólkið sem vinnur störfin í þessum iðnaði eru í raun þrælar og búa við afspyrnu slæman kost. Það eru íslenskir hönnuðir sem standa á bak við þessa iðju og þeim er hampað í öllum fjölmiðlum á Íslandi  ásamt verslunarfyrirtækjum sem með þeim starfa. Tekjurnar eru síðan teknar erlendis að mestu.

  • Þetta er hvers kyns fatnaður, húsgögn og hvað eina sem áður var framleitt á Íslandi. Þessi þróun byrjaði er íslendingar gengu í EFTA  og til landsins flæddu íslenskir hönnuðir sem höfðu engan áhuga á að láta framleiða sínar vörur á Íslandi. Bara á einni sjónvarpsstöðinni var verið að mæra einn slíkan hönnuð í gærkvöld

  • Íslenska ríkið styrkir þessa starfsemi bak og fyrir, þótt hún skapi engin störf á Íslandi og skilli afar litlum tekjum tul landsins

 
 
  

Ýmis hagsmunasamtök hafa allt fram á mitt árið 2009 getað stjórnað Íslandi eftir behag og eftir viðurkenndum styrkleika hvers um sig. Eftir að skrúfað var fyrir þessa stjórnsemi að mestu, réðust hagsmunasamtökin miskunarlaust á rétt kjörna ríkisstjórn Ísland. Sú styrjöld stóð alveg fram á kosningadaginn síðast,  útrásarforsetinn lét ekki sitt eftir liggja.

Hagsmunasamtökin ASÍ var lengstum býsna öflugur aðili en eftir lagasetningu gegn verkalýðshreyfingunni setta í maí 1983 af ríkisstjórn Steingríms Hermannsonar í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum með samtök atvinnurekenda í bakgarðinum er ASÍ ekki svipur hjá sjón. 
.
Nú er ASÍ klofið eftir hagsmunum einstakra stétta, eru nú byggingamenn og þeirra hagsmunir ansi ráðandi á þeim bæ og samtök atvinnurekenda hafa þar mjög sterk ítök í gegnum Sjálfstæðisflokkinn. ASÍ eru tæplega marktæk baráttusamtök lengur því þeim er fjarstýrt úr bogna húsinu.

LÍÚ hefur haft töglin og haldirnar alla 20. öldina og hafa enn. Ekki mátti gera kjarasamning um laun sauma-kvenna svo LÍÚ væri ekki með yfirfrakka á staðnum til að gæta þess að allt færi fram á þeirra forsendum. Starfsfólk í fiskvinnu komst aldrei með tærnar í þann vinnuhraða sem sumakonur voru með hælanna í.

Nú segir „Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að tillögur verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld hafi ekki fallið í kramið hjá formanni Bændasamtakanna“.

Margrét fagnar þessum tillögum og segir í pistli á Eyjunni að með þessu verði dregið úr þeirri gríðarlegu vernd sem landbúnaðurinn hefur notið áratugum saman. Þessi vernd hefur m.a. komið í veg fyrir að hægt hefur verið að flytja inn landbúnaðarvörur til hagsældar fyrir íslensk heimili.

Þetta er að mörgu leiti rétt hjá verslunarmanninum, því íslenskir launamenn hafa haldið uppi landbúnaðar-kerfinu á íslandi með hækkuðum tekjuskatti. Þ.e.a.s. að þegar virðisaukaskatturinn var lækkaður um árið, hækkaði annar skattur í kjölfarið einkum tekjuskattur sem atvinnurekendur taka lítinn þátt í að greiða. Þar með taldir verslunarfyrirtæki ásamt eigendum og búreksturinn í landinu. 

Ég skil vel áhyggjur bænda og fólks sem starfar við landbúnaðinn sem er nánast allur á landsbyggðinni. En það er einnig eðlileg sanngirniskrafa, að bændur viðurkenni það opinberlega að núverandi ríkisstjórn hefur hlíft bændastéttinni við skerðingum að mestu leiti. Það er annað en sagt verður um launafólk almennt og eða um stóran hlut af grunnþjónustunni í landinu.

Eru þá verslunarhættir á Íslandi í góðu lagi? Nei alls ekki, því verslunarstarfsemi þjóðar sem ekki hugsar fyrst og fremst um baklandið sem eru íbúarnir sem allir eru á einhvern hátt viðskiptavinir starfsgreinarinnar. Gætir ekki að því að styrkja og efla atvinnustarfsemi almennings er ekki í lagi.

Þann 1. janúar 1970 tók í gildi EFTA skilmálar á Íslandi sem eru í raun svona útibú frá ESB. Íslendingar urðu þá að taka upp fjölmargar reglur EB eins og það hét þá en einnig að leyfa frjálsan innflutning á hverskonar iðnvarningi án tolla. 

Þetta þýddi það að þúsundir fólks sem starfaði í samkeppnisgreinum misstu atvinnu sína á næstu árum þar á eftir. Allt vegna þess m.a. hvernig verslunarstéttin fór með þetta nýja frelsi sitt í viðskiptum. Það sama gerðist þegar landið var skyndilega komið í EES.

Nú nýlega var gerður fríverslunarsamningur við Kína, sem hefur afar slæm áhrif á þá innlendu iðnframleiðslu sem eftir er á Íslandi. Það vildi svo til, að skömmu eftir að þessi samningur er gerður í þágu útgerðarinnar og verslunar hrundi til grunna fata verksmiðja í Bangladess. Sem verður væntalega næsta land sem gerður verður svona samningur við.

Um 1200 launamenn létu þar líf sitt. Ég þarf ekki að lýsa aðstæðum þessa fólks sem nákvæmlega eins og í Kína

Ég vil bara minna á þá staðreynd, að allur fataiðnaður er hættur á Íslandi einnig stærsti hlutinn af t.d. húsgaganaiðnaðinum og má nefna fleiri greinar. Allt er þetta vegna óeðlilegra versunarhátta, íslenskir verslunamenn láta vinna fyrir sig alla framleiðslu í þessum löndum, þar sem raunverulegir þrælar vinna þessi störf sem eru farin frá Íslandi. 

Þótt vinnulaunin í þessum löndum séu smáurar hefur vöruverð ekki lækkað á Íslandi. Því verslunarmenn selja vöruna á eins háu verði og þeir fá fyrir hana hér innanlands þannig að það verður gríðarleg hækkun í hafi. 

Hluti af vörunni er seldur á mörkuðum í Evrópu og íslenskir neytendur niðurgreiða þessa vöru þvi hún er seld á lægra verði í þessum löndum.

Vissulega eru gallar á íslenskum verslunarháttum. 

Nú er LÍÚ að setja á koppinn nýja ríkisstjórn.

mbl.is Tollurinn fargaði húsgögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristbjörn. Þetta er fróðleg samantekt hjá þér.

Það er rotin stífla í siðareglulausa spillingarkerfinu.

Verkafólkið (líka bændur) er launalítið, á meðan milliliðir og braskarar rugla og ræna.

Nothæfum hlutum/mat á ekki að farga. Maður á að geta farið á næsta bóndabæ og keypt mjólk með lífsnauðsynlegum gerlum (þeir sem vilja), og keypt heimaslátrað dýralæknisvottað kjöt úr frystigámi, beint frá býli (þeir sem vilja), og farið með eggjabakka og fengið að kaupa lífræn hollustuegg (þeir sem vilja).

Það er óverjandi að henda nothæfum húsgögnum og ætum mat, ekki síst á krepputímum, eins og nú eru í heiminum.

Ég skil ekki þá sem láta hafa sig út í að taka þátt í svona arðráns-reglu-rugli, sem kemur frá ó-jarðtengdum og ó-ábyrgum möppudýra-rugl-hönnuðum.

Hvers vegna má ekki gefa fátækum frekar en að henda? Þykir það kannski of barnalegt viðhorf í spilltum heimi?

Það er gríðarlega miklum ætum mat fargað í þessari veröld, á meðan stór hluti heimsbúa á ekki fyrir nauðsynjum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2013 kl. 14:50

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl Anna og takk fyrir innlitið. Það sem ég að segja er að það eru margar hliðar á þessu máli. T.d. sleppti ég því að ræða um umhverfisþáttinn sem ekki er beinlínis frýnilegur því með þessari framleiðslu er jafnan tjaldað til einnar nætur. Vörunum er ekki ætlað endast nema örstuttan tíma. En það tekur náttúruna langan tíma að skapa það efni sem notað er í oft lítt vandaða hluti.

Þetta er aðeins ein birtingarmyndin á því hvernig farið er með fólk einkum í fasistaríkjum eins og Kína er óneitanlega.

En er sammala þinni sýn að bændur í öllum löndum eiga að getað lifað af jarðnæði sínu og brauðfætt sitt fólk og menntað. Ég er að vona að það séu að verða breytingar í íslenskum landbúnaði.

Alþjóðleg lög segja að þessi framleiðsla sé óleifileg og það sé verið að ræna hugmyndum fólks. Nákvæmlega eins og viðtökum hart á því þegar menn falsa málverk.

Svona starfsemi fer alltaðar fram og gerir það í Evrópu og gerði á Íslandi fyrir örfáum árum í iðnaði og gerist raunar enn.

Skoðaðu Feta-ostinn hann er sagður grískur og svo fer maður til Grikklands og fær þar skyr og þeir kalla það jógurt. Sami hluturinn og sama bragðið, unnið úr sama efni

Kristbjörn Árnason, 21.5.2013 kl. 15:30

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú vil eg ekki setja mig í sæti dómara. Ljóst er að Kínverjar hafa oft farið frjálslega með hugverk og einkaleyfi sem öðrum tilheyra. Okkar landslög virða þennan rétt og því verður að fara eftir þeim lögum í einu og öllu.

Varðandi Evrópusambandið þá langar mig til að spyrja þig Kristbjörn sem fagmann:

Vegna EES samninganna fyrir um 20 árum var svonenfdur „Félagsmálapakki“ undanskilinn. Ætli það hafi verið að kröfu atvinnurekenda og LÍÚ?

Þegar Samfylkingin vildi sækja um fulla aðild þá risu margir upp á afturlappirnar og mótmæltu. Mikill áróður fór af stað í boði ýmissa íhaldsafla. Getur verið að með fullri aðild þá væri ekki unnt að koma í veg fyrir bætt mannréttindi og réttarstöðu launþega?

Hvernig líst þér á að nefna nýju ríkisstjórnina: Broskallastjórnina? Þeir eru stöðugt brosani út að eyrum Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, það virðist svo gaman að vera í ríkisstjórnarmyndunarleik. En þetta virðist hafa verið erfiðara en þegar Jóhanna myndaði sína ríkisstjórn enda þurfti að fara strax í tiltektirnar eftir hrunstjórn Geirs Haarde.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.5.2013 kl. 17:03

4 Smámynd: Óskar

Þetta er bara ekki sambærilegt Kristbjörn. Ef við tökum sem dæmi 2 lampa, annar er Íslensk hönnun en framleiddur í Kína og seldur sem Íslenskur = löglegt þó eðlilegast sé að geta þess að hann er framleiddur í Kína en ég er ekki viss um að það sé beinlínis skylda.

Hinn lampinn er hannaður af þekktu Evrópsku vörumerki en framleiddur í Kína ÁN leyfis frá hönnuði og meiraðsegja seldur undir merki hönnuðsins! Þetta er ekkert annað en hreinn og klár þjófnaður.

Óskar, 21.5.2013 kl. 17:37

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

sæll Guðjón, ég get ekki svarað spurningu þinni því ég þekki ekki málin og ég þá hættur öllum hlutverkum innan ASÍ og hættur í Pólitík. Eitt atriði er þó mjög líklegt þótt enginn hafi vilja segja mér það. Að félagslega húsnæðikerfið hafi verið aflagt vegna krafna frá ESB er tengdust þessum samningi. En ég veit það ekki fyrir víst.

Nú hefur ASÍ kynnt nýja leið til að byggja upp félagslegt húsnæðiskerfi. Það er leiguíbúðakerfi á vegum sveitarfélanna og það staðist örugglega kröfur ESB. Því þar er ekki um kaup og sölu að ræða og ekki starfsemi sem væri í samkeppni við bankanna.

Kristbjörn Árnason, 21.5.2013 kl. 23:48

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það stendur í fréttinni að þessar vörur hafi verið eftirlíkingar eftir frægum húsgögnum. Það eru engin íslensk húsgagnahönnun fræg á heimsvísu.

Reglan er sú Óskar, að til þess að varan geti talist vera íslensk verður meira en 50% af kostnaði og eða verðmyndun hennar að vera íslensk. Þetta eru alþjóðlegar reglur. Hönnunin er höfð í hæstum hæðum í kostnaðarútreikningum og ýmiskonar kostnaður annar sem er skráður íslenskur og þá gengur dæmið upp.

Þetta eru alþjóðlegar reglur sem flestir geta leikið sér með þegar það svona rosalega verðlítið vinnuafl til að framleiða vöruna.

Það er ómögulegt að spá í það hver hefur framleiðslurétt og eða sölurétt á tilteknu húsgagni. Slíkt fyrirbæri er söluvara.

Kristbjörn Árnason, 22.5.2013 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband