Herveldi leyfir ekki lýðræði og mun aldrei gera

 

  • Það hefur verið reynslan að allsstaðar þar sem sterkir og eða öflugir herir eru þrífst varla lýðræði, nema að mjög takmörkuðu leiti. 
    .
  • Þessi réttarhöld yfir bandaríska hermanninum Bradley Manning eru vissulega sýndarréttarhöld.

 

Manning hefur verið haldið í algjörri einangrun í nær 3 ár og víst er að hann hefur verið brotinn niður með miskunarlausum pyntingum. Bandarísk  hernaðar-yfirvöld geta nú hnoðað úr þessum manni hvað sem þau vilja.

Þessi 25 ára gamli einstaklingur hefur fórnað sér fyrir mannkyn allt með því að koma upp um grimmd þessa bandaríska hers og heimbyggðin hefur fengið að sjá pínulítið sýnishorn af þessu glórulausa ofbeldi gagnvart saklausu fólki.

Heimsbyggðin hafði heyrt um viðlíkar aðfarir í Sovéskum réttarhöldum rússnesku fasistastjórnarinnar. Bandaríski herinn sá okkur fyrir þeim upplýsingum.

Slík vinnubrögð voru viðhöfð þýskalandi Hitlers og í mörgum fasistaríkjum bæði fyrr og nú á síðustu tímum. Dæmi Kína, Kóreu-ríkin, Ísrael og flest ef ekki öll arabaríkin

Það er morgunljóst, að það er í raun bandaríski herinn sem stjórnar herveldinu bak við tjöldin. Afar takmarkað lýðræði fær að lifa í Bandaríkjunum á sviðum sem hernum er sama um og þar ríkja síðan fjármagnseigendur yfir lýðnum.

En allir innviðir þessa samfélags eru í rústum. Það sést best ef hreyfir vind, rignir hressilega, snjóar og ef þurkar eru miklir með miklum hitum. Mannslífum er daglega fórnað  vegna skipulagsleysis. 


mbl.is Assange fordæmir sýndarréttarhöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég vona að þú hafir rangt fyrir þér, en óttast hið versta.

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.6.2013 kl. 17:29

2 identicon

Verðum við ekki bara vona að Kína taki þá í "bakaríð" einn góðan veðurdag. Nógu eru þeir skipulagðir. Hvort er betra pest eða kolera???

Jóhanna (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 17:48

3 Smámynd: el-Toro

Þetta er ljótur blettur á bandarískri sögu...eitthvað sem kemur ekki til með að þrífast af með tímanum...

el-Toro, 4.6.2013 kl. 17:55

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég bið almættið algóða að verja þennan heiðarlega og fórnfúsa herveldis-þræl og hetju, sem Manning er í raun.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.6.2013 kl. 19:59

5 identicon

góð grein

maggi220 (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband