Nú á að svíkja loforðin um kjaraleiðréttingu

  • Í kosningabaráttunni sögðu núverandi stjórnarflokkar að skerðinginn yrði leiðrétt strax og skerðing bætt þessi fjögur ár.
  • Nú á aðeins að draga úr skerðingunum en ekki að bæta að fullu eins og lofað var fyrir kosningar og strax eftir myndun núverandi ríkisstjórnar. 
  • Ráðherrann kynnti fyrirhugaðar breytingar á ársfundi Tryggingastofnunar í gær og stefnir að því að leggja frumvarpið fram á sumarþingi sem hefst í vikunni, samkvæmt frétt á vef ráðuneytisins.

Á fundinum vísaði ráðherra í stjórnarsáttmálann þar sem sérstaklega er nefnd hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og fjármagnstekna. 

  • Hvar eiga þeir eldri borgarar að standa sem ekki hafa aðrar tekjur enn frá TR og mjög takmarkaðar lífeyristekjur? 

Nýr félagsmálaráðherra hefur þegar sagt  að kjör öryrkja og eldri borgara verði bætt. Bæði verði teknar til baka skerðingar frá júlí 2009 og bætur hækkaðar. Fyrstu úrbætur gætu litið dagsins ljós í sumar. 

  • Nú eru kynnt undanbrögð og fyrst fremst boðuð bætt kjör hjá þeim sam hafa tekjur eins og fjármagnstekjur.  Launamenn hafa almennt ekki slíkar tekjur.
    .
  • Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var spurð í umræðuþætti fyrir kosningarnar hvort 16 milljarðarnir myndu verða endurgreiddir lífeyrisþegum. 
    .
  • „Framsóknarflokkurinn fer fram með þá stefnu, þá sanngirnisstefnu, að nú verða lögin numin úr gildi frá 1. júlí 2009, sem var loforð að giltu bara í tvö ár".
  • Framsóknar menn sögðu aðspurðir að þeir ætluðu að leiðrétta þetta?

 

„Það er forgangsmál að þessi lög verði numið úr gildi og að eldri borgarar fá uppfærða reikninga, eða sem sagt sín laun miðað við neysluverðsvísitölu", sagði Vigdís.

Þegar þessu er lokið verði að skoða hvort greiða eigi til baka þær skerðingar sem voru í síðasta kjörtímabili. Með lögunum frá júlí 2009 jukust margs konar skerðingar, ekki bara atvinnutekjur og fjármagsntekjur heldur einnig tók grunnlífeyrir að skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.

„Við höfum talað um að það sé forgangsverkefni að taka til baka þær skerðingar sem var farið í og það verður eitt af þeim fyrstu verkum sem farið var í", segir Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra .

Þýðir það líka að bætur muni hækka aftur í samræmi við verðlag eða laun?

„Við höfum talað um það að taka til baka þær skerðingar og munum gera það. Síðan er líka mjög mikilvægt á kjörtímabilinu að það verði bætt í hvað lífeyrinn varðar hjá öryrkjum og öldruðum", segir félagsmálaráðherra.

Úrbæturnar kosta ríkissjóð umtalsvert.

„Þarna erum við að tala um milljarða og síðan að sama skapi þegar við munum halda áfram að vinna að breytingum á almannatryggingakerfinu þá eru umtalsverðir fjármunir þar líka. Það skiptir verulega miklu máli að kjör þessara hópa séu sem allra best", segir félagsmálaráðherra.

Fyrstu tillögur að úrbótum verði teknar upp á sumarþingi.

 


mbl.is Vill draga úr skerðingum lífeyrisþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fráfarandi norræn velferðarstjórn? réðst á garðinn þar sem hann var lægstur. Ráðist var á: 1. Sjúka og heilbrigðisþjónustuna 2. Aldraða 3. Öryrkja og ekki síst einnig 4. Fanga. Allt er þetta fólk sem á einna erfiðast með að bera hönd fyrir höfuð sér. Ríkistjórnin níddist á þessu fólki og arðrændi. Vonandi verður ný ríkisstjórn ekki sporgöngumenn fráfarandi helfararstjórnar og sjá sóma sinn í að laga þetta undanbragðalaust strax. Málið er auðleyst ef vilji er fyrir hendi.

Grímur Laxdal (IP-tala skráð) 5.6.2013 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband