Fagna ber ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

 

  • Um að gerð verði markaðsrannsókn á verði eldneytis. 

 

En  „Samkeppniseftirlitið áætlar að íslensk heimili hafi keypt bensín og díselolíu fyrir um 42 milljarða króna á árinu 2011. Ef bensín- og díselverð, án skatta og annarra opinberra gjalda, á árunum 2005-2011 er miðað við vegið meðalverð í aðildarríkjum Evrópusambandsins kemur í ljós að verð á bensíni á Íslandi var um 20% hærra og verð díselolíu um 15% hærra.

 

Verð bensíns og díselolíu er að jafnaði með því hæsta sem þekkist í samanburði við aðildarríki Evrópusambandsins“.

En þetta getur samkeppniseftirlitið gert samkvæmt nýlegum lögum og reglum um markaðsrannsóknir. Um framkvæmd markaðsrannsókna Samkeppniseftirlitsins vísast til reglna um markaðsrannsóknir Samkeppniseftirlitsins nr. 490/2013 ogumræðuskjals um markaðsrannsóknir Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2012.

 

  • En það eru vissulega fleiri vöruflokkar sem þarfnast rannsóknar við sem varðar hag íslenskra heimila með mjög afdrifaríkum hætti. Nefna má verðlagningu íslenskra banka í samkonar samanburði sem líkindi eru til að sé íslenskum neytendum mjög í óhag.
    .
  • Þá er það verðlag á seldum landbúnaðarvörum á Íslandi bæði íslenskt og innflutt. Einnig að gerður verði samanburður á verði innanlands í samanburði við ESB-lönd.

 

Ekki með það fyrir augum að ráðast á bændur, heldur hitt að skoða alla verð-myndun á landbúnaðarvörum frá bónda, frá afurðarstöðum (vinnslustöðvum) flutningskostnaður og smásölukostnaður.

Þannig verði rannsakað hvort vinnslu- og eða sölukostnaður er eðlilegur á öllum póstum. Alveg nú nýlega hefur staðið yfir áróðursstríð milli hagsmunasamtaka kaupmanna sem vilja frjálsan inn flutning á þessum vörum. En atvinnuvega-ráherra  segir að aldrei verði leyfður innflutningur á hráu kjöti til Íslands.

En neytendur eru í sjálfu sér að krefjast innflutnings á hráu kjöti til Íslands, en þeir gera þá eðlilegu kröfu að þeir geti keypt landbúnaðarvörur á sambærulegu verði og neytendur gera t.d. á efnhagssvæði ESB.  

 

  • Ekki gengur að hrópa það framan í fólk að verðmunur á landbúnaðarvörum á Íslandi og í ESB sé vegna þess að gæði íslensku vörunnar séu svo miklu meiri. Það er neytenda að velja hversu mikil gæði það vill kaupa í sínum vörukaupum. 

  • Ekki gengur heldur að segja, að það sé hættulegt fyrir íslendinga kaupa innflutt kjöt t.d. Evrópubúar hafa lifað af með sinn landbúnað og reyndar lengur en við íslendingar höfum gert hér í landi.
    .
  • Það sama á við bankaþjónustuna, það verður bókstaflega að lækka bankakostnað á íslenskum heimilum og tryggja það að hann verði ekki hærri en almennt gerist í löndum ESB 

 


mbl.is Rannsaka eldsneytismarkaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð byrjun hjá stjórnvöldum væri að leiðrétta mesta glæpinn í bensínkostnaði sem er skattlagning uppá nánast 50%. Það er geðveiki sem þarf að snúa við.

Stebbi (IP-tala skráð) 5.6.2013 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband