Ótrúleg og snögg breyting á einum fjölmiðli

 

  • Undanfarin fjögur hefur Morgunblaðið rótast eins og naut í flagi á meðan hér starfaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. 

  • Ríkisstjórn sem sópaði upp drullunni eftir hrun ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og spillingarælunni.
 
 
  • Nú skal gefið á báðar hendur, skattar lækkaðir á fyrirtækjum, einnig á þeim sem aðeins hafa fjármagnstekjur og einnig verða frítekjumörk hækkuð verulega hjá ellilífeyris-þegum svo gamlir hálaunamenn er eiga mikla peningalega eignir geti notið lífsins.
    .
  • Fólk sem aldrei hefur borgað skatta og aldrei greitt í lífeyrissjóði fá þannig sérstaka ívilnun. 
  • En venjulegir launamenn á eftirlaunum sitja eftir í súpunni og fá enga skattalækkun

 

Nú er allt eins og blómstrið eina og þegar maður les yfir Moggann getur maður haldið að mað sé mættur á samkomu hjá KFUM og sé að syngja SARA, SARA    SÉRTU VELKOMIN. Nú er  Moggi litli svoooooo jákvæður og allt svo svakalega jákvætt.

En vindmyllurnar voru reyndar settar upp í stjórnartíð Jóhönnu. Góðan daginn. Það var auðvitað ekki hennar verk,  en nú býr landinn við nýjan veruleika í orkumálum. Það er búið að láta erlenda aðila fá alla ódýrustu orkukostina sér til handa eftir eru dýrir kostir fyrir íslendinga.

Tveir ráðherranna eru þrýsta á Landsvirkjun um að gefa meira með orkunni sem hugsanlega væri hægt að láta Norðurál hafa og hinn vill láta þessum aðilum í té sérstaka byggðastyrki


mbl.is Rjúkandi gangur á vindmyllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýtingarhlutfall á vindmyllum er 30% að jafnaði.

Viðhaldið á þeim hirðir 70 % af innkomunni og þær eru ónýtar eftir 12 - 13 ár og þarf þá að KAUPA nýjar.

Þær eru bæði sjón og hljóðmengandi og fasteignaverð í þeirra nálægð fellur undantekningalaust í verði og það mikið, enda eru mótmæli gagnvart myllum að stór aukast.

Þetta var nú allur hagnaðurinn.

Það besta sem þessi ríkisstjórn gæti gert, er að rífa þær niður, áður enn kostnaðurinn ríður þeim að fullu!

Nýtingarhlutfall: 365 dagar og nýtingarhlutfall 30% - 109 dagar. Það er ekkert fyrirtæki í heiminum sem getur gengið með svona rekstri.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 10:45

2 identicon

Tjah er Íslensk erfðagreining ekki löngu búin að afsanna það ? Þeir eru búnir að vera með skitu frá stofnun en samt ganga þeir..

David (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 13:25

3 identicon

Ertu búin að gleyma því að Íslensk erfðagreining hefur rúllað á milljóna styrkjum ár eftir ár eftir ár + blekkingum.

Hugmyndin með þessum myllum er ekki að batteríið rúlli á styrkjum og blekkingum, eða?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 15:27

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Herra V. Jóhannsson

Ég er í færslunni að hafa áhyggjur af því, að íslendingar eru þegar búnir að virkja alla ódýrustu virkjunarkostina í landinu og að erlend fyrirtæki sem fara úr landi með allann sinn arð af því að geta fénýtt þessar virkjanir án fullrar greiðslu. Þeir nota þegar 80% af allri raforkuframleiðslu íslendinga.

Eftir sitjum við íslendingar með sárt ennið og verðum að nýta dýrari kosti fyrir okkur. Það sem verst er, að þessir aðilar eru ekki að greiða fullt verð og nú höfum við eignast nýja landsfeður sem vilja gefa meiri orku.

Við íslendingar eigum eftir að rafvæða samgöngur í landinu m.a. og framtíðar atvinnukosti þjóðarinnar ásamt því að nýta það fyrir heimili landsmanna og við verðum að nýta til þess miklu dýrari orkukosti.

Kristbjörn Árnason, 8.6.2013 kl. 16:10

5 identicon

Kristbjörn, ég ætlaði að senda þér nokkrar línur, en ég sé að þetta er bara " hvítvínsrugl" hjá mér svo ég eyddi því. Ein Riesling kostar bara 300 kall hér á Spáni og það er auðvelt að komast í gott skap enn:

Íslendingar borga (ennþá) ódýrasta rafmagn í Evrópu. Og engar vindmyllur, takk!

Kv. VJ.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband