Auðvitað virða menn fullveldi þjóðarinnar, eða þannig

 

  • En spurningin er bara hvort hvalastofnar sem eru við Ísland séu einvörðungu staðbundnir stofnar við skerið sem ekki fara um fiskveiðilögur annara þjóða.
    .
  • Eða hvort þeir eru að einhverju leiti hluti af sameiginlegum stofnum sem tilheyra einnig öðrum þjóðum.

 

Íslendingar hafa t.d. rétt til að leysa vind hvar og hvenær sem er, jafnvel þótt þeir væru staddir á fínum tónleikum í fínu löndunum þar sem allt er svo heilagt.

Þá eru íslendingar  alveg frjállsir af því hvort þeir fara í bað á hverjum degi og eða einu sinni á ári rétt fyrir jólin eins og var forn íslenskur siður og allra þjóða kvikindi urðu varir við nærveru þeirra.

Á sama hátt eru Hollendingar auðvitað frjálsir af því að ákveða hvaða skip fara um hafnir þeirra eða landa farmi sínum í land. Þetta eru bara staðreyndir og kemur öðrum málum ekkert við.

Þeir leyfa t.d. sölu á hassi við sína hafnir sem við bönnum harðlega á Íslandi. 

 

  • Bara að halda því til haga, að það ríkir verulegt misrétti milli atvinnugreina á Íslandi og þá um leið milli fólks eftir því hvaða störf það starfar við.

 


mbl.is „Munum gæta hagsmuna Íslendinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Fljót svarað Kristbjörn. Kvikindin eru með sporð og hann er notaður til þess að ferðast á milli staða. Þ.a.l. eru hvalirnir ekki eign okkar eða annara, frekar en lóan og þernan. Það breytir því ekki að við eigum að nota hvalina okkur til viðurværis, annað er fásinna.

Sindri Karl Sigurðsson, 9.6.2013 kl. 21:17

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Sindri og tak fyrir innlitið. Ég hafði reyndar enga skoðun á rétti íslendinga til að veiða hvali. Vann reyndar við framleiðslu á mat úr þessum dýrum.

Spurningin er hvort við höfum gert alþjóðlega samninga um þessar skepnur sem við neyðumst til að virða.

Ég var einnig að árétta það, að klossaþjóðin hefur rétt til að setja reglur í eigin landi og hefur einnig rétt eins og við sem þjóð að segja skoðun okkar á hverju sem er.

Síðan geta menn varið sinn rétt, hver með sínu móti

Kristbjörn Árnason, 9.6.2013 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband