10.6.2013 | 07:49
Þingmenn að dæma um eigin mál
Þessi Laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins getur ekki verið marktækur aðili til að fella einhvern dóm um stjórnarskrárbrot Geirs Haarde. Um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð .
Þessi nefnd er hreinræktaður hagsmuna aðili þar sem í eiga sæti 84 þingmenn frá misjafnlega lýðræðislegum ríkjum Evrópu. Þótt ríkisstjórn hafi viðhaft svipuð vinnubrögð sem hafi verið viðhöfð árum saman segir það nákvæmlega ekkert hvort þessi vinnubrögð hafi verið eðlileg og eða rétt. Eitt er alveg víst, að almenningur vissi ekki um að svona vinnubrögð væru viðvarandi enda í andstöðu við það sem stendur í námsbókum.
Það var auðvitað fyrst og fremst ,,Rannsóknarnefnd Alþingis" sem Geir sjálfur skipaði sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið stjórnarskránna í nokkrum atriðum. Reyndar fleiri ráðherrar bæði í hans ríkisstjórn og í eldri ríkisstjórnum. Eðlilegt hefði verið að allir þessir 4 fyrrum ráðherrar sem rannsóknarnefndin nefndi á nafn hefðu farið fyrir dóminn, en ekki bara Geir.
Nú hefur hann verið dæmdur af Landsdómi, sem kjörinn var þegar hann var forsætisráðherra og enginn aðili úti í heimi getur þvegið af honum þennan dóm.
Það er bara alls ekki verkefni þingmanna þótt þeir séu 84 og frá mismunandi löndum að kveða upp dóm um íslenska stjórnarskrá. Það er að sjálfsögðu verkefni almennings á Íslandi og þeirra aðila sem hann tilnefnir til þess, það ætti einnig að vera verkefni almennings að breyta íslenskri stjórnarskrá sem þarf að gera miklar umbætur á.
Ekki veit ég hvort gerðar hafi verið úrbætur á þessum vinnubrögðum, en það er að sjálfsögðu bráðnauðsynlegt að það verði gert ef það hefur ekki þegar verið gert.
Stjórnmálum og refsimáli gegn Geir blandað saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.