Flumbrugangur ráðherra

 

  • Er farinn að ofbjóða mörgum.
    .
  • Margir efast um hæfni hans til að gegna þessum hlutverkum að vera bæði atvinnuráðherra og umhverfisráðherra. 

 

Til stóð að undirrita friðlýsinguna í dag kl. kl. 15 í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Við sama tækifæri áttu fulltrúar sveitarfélaganna að undirrita yfirlýsingu um friðlýsinguna. Þetta var verkefni sem hafði verið unnið í sátt heimamenn og landsmenn alla.

Síðan hnippir hagsmunaaðili í ráðherrann, það er m.ö.o. hinn atvinnuvegaráð-herrann Ragnheiður Elín sem lengi hefur virst vera í sérstakri hagsmunagæslu fyrir álver í Helguvík.  Hún virðist loksins hafa áttað sig á þeirri staðreynd, að það er engin orka til fyrir þetta álver.

Í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun sagði Sigurður Ingi að það væri eðlilegt að staldra við og fara yfir þær athugasemdir sem borist hefðu vegna fyrirhugaðrar undirskriftar friðlýsingar vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum. Þar af leiðandi mun hann ekki undirrita skilmála um aukna friðlýsingu Þjórsárvera í dag líkt og til stóð.

Tími allra athugasemda er löngu liðinn og einhverjar athugasemdir frá Landsvirkjun getur tæplega verið marktæk. Því það fyrirtæki hafði á árum áður vaðið þarna yfir án allra tilskilinna alvöruleyfa.

Öfga hægri menn sem sjá ekkert í heimi sínum annað en að núverandi kynslóð eyði þjóðarauðinum í þágu nútíðar og er hjartanlega sama þótt allur arður af auðlindum þjóðarinnar fari til útlanda.


mbl.is Gagnrýna ákvörðun umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

En hvað með vinstri menn???

Sjálfur hef ég ekki séð annað en að hjá vinstraliðinu hafi það verið best að setja boð og bönn um allt, friða hér og friða þar svo enginn geti hreyft sig nema eftir að hafa komið tilskildum pappírum frá Pontíusi til Pílatusar, svo þaðan aftur til baka á fleiri stofnanir til að fá stimpla svo leyfi fáist. Á endanum verður það þannig að þegar leyfi fékst, þá fékst það ekki vegna þess að elsti stimpillinn er of gamall svo byrja þarf uppá nýtt...

Það er svo að þetta er draumur bjúróKRATANS (X-S pillingarflokks) og VG (friðunar og skattpíningarflokks)...

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 21.6.2013 kl. 13:00

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég sé á skrifum þínum að þú ert með hesta heilsu Ólafur Björn

Það er rétt ályktað hjá þér að vinstri menn eru gjarnir á að setja reglur um ýmsa háttsemi manna. Það er raunar hluti af því að í landinu geti þrifist þokkaleg menning.

M.ö.o. vinstri menn eru lítt hrifnir af því að landinu þrífist óheft frumskógarmenning hvar og hvenær sem er. Þetta á við á flestum sviðum er ég hræddur um.

Síðasta ríkisstjórn er fyrsta vinstri stjórnin á Íslandi. Hún fækkaði opinberum starfsmönnum svo því sé haldið til haga. Það er í raun fyrsta ríkisstjórnin sem það gerir á Íslandi. Það er bara staðreynd sem ekki verður á móti mælt.

Þá lækkuðu tekjuskattar á venjulegu launafólki og hafa þeir ekki verið lægri síðan fyrir 1990.

Hinsvegar þurftu þeir sem í mörg ár borguðu enga eða litla skatta að greiða helmingi hærri skatta. Samt sem áður vantaði mikið upp á að þeir greiddu sambærilega skatta eins og launamenn gera. Þar munar þegar allt er talið u.þ.b. helming.

Skattakóngur Íslands samkvæmt reynslu launamanna var Davíð Oddsson. Ef þú vilt fá nánari útlistun á því get ég sótt gögn um það.

kveðja -- já víst er ég vinstri maður og er stoltur af því

Kristbjörn Árnason, 21.6.2013 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband