Enn einu sinni kemur það fram

 

  • Nú í 3. sinn hjá Seðlabankanum að almenn niðurfærsla húsnæðislána er óframkvæmanleg.  
    .
  • Nú kemur þetta fram í umsögn Seðlabankans til Alþingis við tíu þrepa aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna.
    .
  • Þetta kom einnig fram hjá AGS bæði fyrir og eftir kosningar.
    .
  • Allir helstu hagfræðingar landsins hafa einnig komist að sömu niðurstöðu bæði fyrir og eftir kosningar
    .
  • Þetta kemur auðvitað eins og köld vatnsgusa framan í kjósendur Framsóknarflokksins

 

 

Þetta vissu allir stjórnmálaflokkar fyrir kosningar og einnig  Framsóknarflokkurinn sem verður nú að láta brelluna ganga upp.

Einnig er mjög líkleg, að ef slík leið verði reynd myndu afleiðingar m.a. hafa veruleg áhrif á húsnæðisverð í Reykjavík til hækkunar. Slík eignarbóla kæmi sérstaklega illa niður á efnaminna fólki um allt land og skapaði óhjákvæmilega verðbólguskot.

Það hefur í raun aldrei verið þörf á því að færa niður skuldir á efnafólki, slíkt fólk hefur kost á því að minnka við sig skuldirnar og minnka umsvif sín. En allan tíman hefur verið raunveruleg þörf að bjarga fólki sem er í alvarlegum greiðsluvanda.

Þar er vandinn sem langskólagengna fólki í efri lögum millistéttar og hálaunafólkið tókst að koma í veg fyrir að gert væri á síðustu árum. Þetta langskólafólk átti sér stuðningsmenn í öllum stjórnmálaflokkum og því tókst að hertaka kosningarnar.

Báðir stjórnarflokkarnir 2006 vissu um yfirvofandi kollsteypu og þeirru vissu líka um væntanlegt fall bankanna.  Forráðamenn atvinnurekenda vissum um þessa og forsvarsmenn bankanna.

Hér viðurkenna þessir samtök atvinnurekenda í fyrsta sinn að þau vissu um væntanlega kollsteypu:
 „
Samtök atvinnulífsins hafa einnig skilað inn umsögn um aðgerðaáætlunina. Í umsögn SA kemur fram að sagan sýni að sveiflur í efnahagslífi landsins séu mun öfgafyllri en hjá öðrum þjóðum og reglubundið birtist þær í of mikilli hækkun raungengis og kaupmáttar sem síðan leiðréttist með falli krónunnar. „Gengisfall krónunnar árin 2008-2009, verðbólgan í kjölfarið og þar með hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána var því hvorki fordæmalaust, ófyrirsjáanlegt né einvörðungu vegna hruns fjármálakerfisins,“ segir í umsögn SA“.

Þeir eru auðvitað ekkert að nefna það, að atvinnufyrirtækin höfðu brugðist í því eðlilega hlutverki sínu að stunda nauðsynlega framþróun til að geta staðið undir eðlilegum kaupmætti.

Reyndar eins og þáverandi stjórnendur landsins reiknuðu með að myndi gerast. Rétt eins og atvinnurekendur sögðu síðar að myndi gerast ef færi yrði risaframkvæmdir.

Árum saman hafði ríkisvaldið kynt undir ofsalega ofþenslu og fyrirtækin létu vera að fjárfesta í framförum. Þau kölluðu bara á meiri þenslu og meiri fjárfestingar erlendis frá. Með tilheyrandi eignaþenslu í ársreikningum fyrirtækja og um leið skulda þenslu því tekin voru meiri lán út á útblásnar eignir. Það sama gerðist á heimilum efnafólks.

 

  • Öll þessi sömu rök eiga við um skattalækkanahugmyndir gamla flokksins sem einnig stendur fyrir þeirri staðreynd að lítið er eftir vatnsvirkjunarkostum fyrir risastór álver, sem er grundvöllur efnahagstefnu þessara  flokka. 

 


mbl.is Niðurfærsla lána óskilvirk og dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband