9.7.2013 | 08:24
Það eru mistök núverandi meirihluta á Alþingi að laga ekki lögin um sérstakt veiðigjald
- Án almennrar lækkunnar á veiðigjöldunum.
. - Lækkun sem myndi leiða til enn frekari skattahækkanna hjá launamönnum.
Ef þetta er rétt sem Jón Gunnarsson segir, er hægur vandi fyrir Alþingi að laga það. Almenningur í landinu hefur ekkert á móti því að gerð sé nauðsynleg lagfæring á lögum um sérstök veiðigjöld.
En almenningur sættir sig ekki við frekari lækkun á sérstökum veiðigjöldum frá því sem rætt var um í upphafi.
Ekki má gleyma þeirri staðreynd að almennt greiðir útgerðin og eigendur þeirra mjög litla skatta til þjóðarinnar.
Vandinn er einnig sá að almenningur á erfitt með að treysta þessum aðilum sem gerði í því, að skuldsetja útgerðirnar til að taka fé út úr útgerðinni er síðan var sett í aðra óskylda hluti sem útgerðarmenn töpuðu síðan á.
Almenningur vill ekki þurfa að greiða þann kostnað
Almenningur á einnig erfitt með að treysta þeim aðilum sem tóku þátt í Útrásinni og þar fóru útgerðarmenn geyst ásamt forsetanum og fleiri glæframönnum. Hér má sjá hinn fræga sjónvarpsþátt.
Fólkið í landinu er ekki búið að gleyma fortíðinni sem var fyrir hrun.
Mikil óvissa um veiðigjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:27 | Facebook
Athugasemdir
Það þarf engin óvissa að vera um þetta, eins og margoft hefur komið fram hjá Jóni Þór, þingmanni Pírata sem og öðrum sem hafa tjáð sig um málið.
Þetta vita landsmenn allir.
Ef einhver óvissa mun myndast þá liggur sökin einungis á einum stað. Hjá stjórnarliðum.
Svona spilast málið frá sjónarhorni stjórnarflokka:
1. Sættið ykkur við lægri sérsök veiðileyfagjöld.
2. Ef ekki, þá fáið þið engin sérstök veiðileyfagjöld.
1. eða 2. skal fara í gegn þrátt fyrir að það hafi komið skýrt fram að einfalt væri að breyta þessu svo sérstök veiðileyfagjöld þyrftu ekki að lækka og þrátt fyrir vilja þjóðar um að 1. eða 2. eigi ekki að gerast.
1. eða 2. skal m.a.s. fara fram jafnvel þó hagfræðin segi að það eigi ekki að fara fram ef hugsað væri um hag þjóðar, innviði þjóðfélags og ríkiskassann, sbr. umsagnir hagfræðinganna Jóns Steinssonar og Indriða Þorlákssonar.
Það er hægt að kalla þetta margt en það er hins vegar ekki hægt að kalla þetta eitt. Lýðræði.
Flowell (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.