Það eru allar skýrslur lögreglu pólitískar, bæði strax og síðar.

 

  • Þegar fjallað er um pólitískar aðgerðir og jafnvel þegar um átök var að ræða á vinnumarkaði eins og vinnudeilur ásamt verkfallsátökum. 
  • Verkalýðsfélögum var t.d. algjörlega bannað að hvetja sína félagsmenn til að fjölmenna í kröfugöngu 1. maí í ríkisútvarpinu. 

 

Allar götur frá því að menn fóru í opinberar aðgerðir til að mótmæla einhverju sem stjórnvöld standa fyrir eða eiga ríka aðild að, hafa  lögregluyfirvöld  haft eftirlit með þeim sem eru þátttakendur og síðan hafa verið teknar myndir.

Ljósmyndarar lögreglunnar eða hins pólitíska eftirlits voru dulbúnir og litu út sem ósköp venjulegir blaðaljósmyndarar. Þá var ljósmyndurum Moggans aldrei treyst fyllilega sem vonlegt var.

Margir þeirra sem voru virkir í verkalýðshreyfingunni voru vinsæla persónur í þessum skýrslum og einnig þeir sem voru virkir í pólitískum samtökum. Kalda stríðið lét ekki að sér hæða.

Skýrsluskrifin sem verða að formlegum gögnum í fórum lögreglu og þeirra sem eru yfirvöld yfir henni. Allar skýrslur eru litaðar af viðhorfum þess sem skrifar slíkar skýrslur og yfirmenn lögreglunnar velur menn til skýrsluskrifa eftir viðhorfum þess sem síðan skrifar skýrslurnar. 

  • Skýrslunum er aldrei eytt, þær lifa sínu lífi og efni þeirra berst víða. Því eru margir sem eru komnir á miðjan aldur hikandi við að vera þátttakendur því þeir vita hversu varasamar slíkar myndskreyttar skýrslur eru .  

Það fólk sem hefur staðið í slíkum aðgerðum í gegnum tíðina hefur oft lent í því að vera stöðvað í ferðalögum erlendis af ástæðum sem engin gefur skýringu á. Þetta var t.a.m. algengt á Spáni á Frankó tímanum og lentu jafnvel afsíðis í einskonar fangaklefum. Við erum margir sem höfum slíka reynslu. Ef menn ætluðu sér til Bandaríkjanna lentu menn iðulega í alvarlegum hremmingum. Mörgum var reyndar meinuð ferð til þessa ríkis.

Það er bara eðlilegur borgaralegur réttur allra sem taka þátt í einhverjum aðgerðum að þeir getið lesið skýrslur sem settar eru saman um slíka atburði í heild sinni þar sem nöfn þeirra koma fyrir. Það er mjög einfalt að eyða út annara nöfnum. Það eru alltaf  ýtarlegir formálar í svona skýrslum og einnig ýtarleg lokaorð þar sem er ályktað. 

  • Blessaður guðsmaðurinn og lögregluforinginn sem við höfðum margir traust til fær frekar kléna einkunn hjá almennum lögreglumönnum sem vörðu Alþingi. 
    .
  • Síðan hefur þessi frelsaði einstaklingur notað sér þessi skýrsluskrif í pólitískum tilgangi. Hann hefur a.m.k. rætt um inntak og niðurstöður skýrslunnar á fundum Sjálfstæðisflokksins.

 


mbl.is Grunar að skýrsla Geirs sé pólitísk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband