Barnatrúin er sterk hjá ráðherranum

  • Hefur greinilega ekkert haggast frá uppeldinu á Dalvík við fótskör svörtustu íhaldsmanna þar í sveit við útgerð og annan skyldann rekstur.
    --
  • Trúin er sterk á einkareksurinn þrátt fyrir starf sitt í sveitastjórnum og á Alþingi um langt árabil. En hann hefur setið stjórnum fjölmargra fyrirtækja. „Guggan“ er skipsnafn sem dúkkar upp í hans starfsferli. 

En í þessi viðtali sagði Kristján Júlíusson fleira sem fer á skjön við það sem það sem D-listafólk sagði fyrir síðustu kosningar.

 Aðrir færari um að reka heilbrigðisþjónustuna en ríkið (Vísir.is)

 Kristján segir aðra færari að reka heilbrigðisþjónustuna en ríkið. Sterk er hans trú eftir mesta hrun Íslands þegar einkareksturinn brást og setti þjóðarskútuna á hliðina og hundruð fyrirtækja í þrot. Málið er, að skoða fyrir hverja heilbrigðiskerfið er og hvernig það er hagkvæmast í rekstri svo það þjóni öllum íslendingum. Eins og þeim landsmönnum sem draga fram lífið á tekjum sem eru við fátækramörk, vegna þess að íslenskt atvinnulíf er svo bágborið að geta ekki greitt mannsæmandi laun og hefur getað það. 

Ráðherrann hefur nákvæmlega ekkert fyrir sér í þessu máli og ekkert þessu til sönnunar. Í öllum nágrannríkjum Íslands er heilbrigðisþjónusta í höndum ríkisvaldsins og þar njóta þegnarnir nánast ókeypis þjónustu á öllum sviðum. Í þessum löndum er heilbrigðist þjónustan best í heiminum og hún er þegnunum ódýrust svo ekki fari neitt milli mála. Einnig skattalega.

Þar sem blöndun hefur verið reynd eins og t.d. í Svíþjóð hefur sú blöndun gefist illa rétt eins og á Íslandi. Slíkri blöndun fylgir einnig spilling.  Hér í landi hafa fátæklingar þurft að neita sér um þann lúxus að nýta sér eðlilegrar heilbrigðisþjónustu.

Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónustan slök fyrir almenning og hún er dýr fyrir samfélagið. Það kostar stórfé fyrir einstaklinga að sækja sér þjónustu heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum. Kristján eins og flokksystkini hans sækja sér boðskapinn til Repúblikanaflokksins. En þar á flokkur Kristjáns að jafnaði fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum boðað þannig heilbrigðiskerfi vilja þeir hafa.

En afskipti Sjálfstæðisflokksins af heilbrigðiskerfinu í gegnum tíðina hafa laskað mjög verulega heilbrigðisþjónustuna á Íslandi og einkum á landsbyggðinni. Það kostar nú þegar stórfé að sækja sér þjónustu heibrigðiskerfisins vegna þessarar stefnumótunar Sjálfstæðisflokksins.

Heilbrigðiskerfið á að vera fyrir fólkið í landinu, hvar sem það býr og því eru hagmunir af rekstri þess miklu flóknari en rekstur á fyrirtækjum sem eiga skila peningum í hagnað.

Hagnaður af heilbrigðiskerfinu er ekki síst metin af þeirri þjónustu sem það veitir öllum þegnum þjóðarinnar, á viðráðanlegum kjörum. Inni í því mati verða kjörin að vera unandi fyrir það fólk sem býr við lífskjör sem eru við og undir fátækrarmörkum.

 

  • Það er engin þjóðarsátt um að einkavæða heilbrigðiskerfið og heilsugæsluna frekar en nú er þegar.

 


mbl.is Áfram haldið þrátt fyrir óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband