Hann hefur fórnað sjálfum sér fyrir réttlætið

 

  •  Edward Snowden hefur nú hlotið tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels.    

 

Ég er hjartanlega sammála þessari hugmynd. Eddi hefur þegar gert mikið gagn í þágu friðar rétt eins og fleiri uppljóstrar undanfarin þrjú til fjögur ár.

Hann hefur ekki gengið að því gruflandi hvað afleiðingar það hefði fyrir hann að upplýsa þjóðir heimsins um tvískinnung hervelsisins.

Ef hann fengi nú þessi friðarverðlaun, væri spennandi að vita hvort Bandaríkin myndi hegða sér eins og stórveldið kína um árið

Snowden tilnefndur til Friðarverðlauna Nóbels
 

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden sem hefur seinustu vikur dvalist á alþjóðaflugvellinum í Moskvu hefur nú hlotið tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels. Í tilnefningunni, sem er komin frá sænska félagsfræðiprófessornum Stefan Svallfors, segir að uppljóstranir Snowden séu hetjudáð sem hafi kostað hann sjálfan gríðarlega en gert einstaklingum um heim allan kleift að halda uppi vörnum fyrir réttindum sínum og frelsi.

Þá segir einnig í tilnefningunni að með því að veita Snowden verðlaunin mætti vega upp á móti hinni illa ígrunduðu ákvörðun um að veita Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, verðlaunin árið 2009.

Nóbelsverðlaunanefndin hefur tekið við tilnefningunni og segir að hún verði tekin til athugunar.

Þetta kemur fram á vef RT. 


mbl.is Sækir um tímabundið hæli í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband