Eftir höfðinu dansa limirnir

Inntökupróf í háskóla  og síðan í framhaldskóla   

  • Getur fætt af sér miklu fjölbreyttara nám á háskóla- og á framhaldskólastigi heldur en nú er á Íslandi. En sömu latínu námsgreinarnar hafa verið ráðandi um það hvaða nemendur komast í gegnum nám og allsstaðar með sama vægi í námsmati samkvæmt samræmdri námskár framhaldskólanna. 

 

Þetta er eitt af því sem veldur miklu brottfalli á framhaldsskólastigi og hefur komið í veg fyrir nægilega  fjölbreytninámskráa framhaldskólanna og um leið fjölbreytni í inntaki náms og mismunandi námskröfur í mismunandi námsgreinum.

Það er augljóst að mismunandi deildir í háskólanámi hljóta að vilja leggja mismunandi áherslur á þekkingu þeirra nemenda sem sækja nám í deildirnar og náms bakgrunn.  Þessi hugsun skapar framhaldskólum sem leggja áherslu á undirbúning nemenda sinna til háskólanáms  miklu meiri möguleika til fjölbreytileika. Nokkuð sem er atvinnulífinu bráðnauðsynlegt.

Að sama skapi er eðlilegt að framhaldskólar sem leggja það fyrir sig að útskrifa nemendur með hverskonar starfsmenntun að þeir geti sett fram námskrár sem eru nánast sniðnar fyrir starfsgreinarnar sem skólarnir sinna og geti þá um leið sett fram auknar námskröfur á sérhæfðum sviðum atvinnulífsins en með minni latínugreinakröfur.

Þetta skapar einnig grunnskólunum tækifæri til að útskrifa nemendur með verulega mismunandi áherslur. Um að nám geti farið fram eftir einstaklingsmiðuðum hæfileikum nemenda í skólunum og t.d. í stærri byggðarlögum gætu skólarnir haft með sér verulegt samstarf og verkaskiptingar.

Allt þetta gæti skapað meiri fjölbreytni í íslensku samfélagi til farmtíðar og að miklu hærra hlutfall einstaklinga ljúki framhaldsnámi án þess að slá af námskröfum þegar á heildina er litið. Árangur í námi fjögurra námsgreina getur ekki verið eðlilegur og eða réttmætur mælikvarði á almenna menntun.

Fjölmörgum t.d. iðngreinum er að blæða út hægt en örugglega, m.a. vegna þess að það vantar ungt fólk með fagmenntun til starfa í greinunum.  

Ekki gengur að láta hagsmuni kennarastéttarinnar og eða annara hagsmunahópa ráða því að miklu leiti hvernig skólakerfið er byggt upp. En þannig er það og hefur lengi verið. Það eiga að vera hagsmunir nemenda og samfélagsins sem heildar sem eiga að ráða för. 


mbl.is HÍ fjölgar hugsanlega inntökuprófum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband