- Eða 20% í hámark, af nettólaunum eða lægri skatta en öryrkjar og ellilífeyrisþegar.
Þessir útgerðarmenn sem eru skattakóngar er að greiða skatta fh. fyrirtækjanna sem þeir eiga.
Þeir taka fiskinn upp úr hafinu án þess að greiða eðlilegt verð fyrir.
Sjálfir greiða þeir mjög lága skatta rétt eins og fyrirtækin eða 20% í hámarksskatta af sínum launum. Þ.e.a.s. af nettólaunum þegar allir kostnaðarliðir hafa verið dregnir frá á meðan launa menn greiða að lágmarki 37,2 af brúttólaunum. Einnig af þeim launum sem fara í skattagreiðslur.
Þá greiða útgerðarmenn engin útsvör og engar greiðslur í lífeyrissjóði. Þessir miklu menn fá nákvæmlega sama persónuafslátt og þeir sem fá laun frá Tryggingastofnun en þeir njóta ekki skattþrepanna vegna þess að þeirra skattar ná ekki því skatthlutfalli sem öryrkjar og ellilífeyrisþegar búa við.
Almennt skatthlutfall er 37.2% +2,9% og + 8,9%. Plús 14,5% lífeyrissjóða-skattur sem er flatur skattur og er hreinn skattur sem launamenn greiða.
En sjávarútvegsfyrirtækin njóta svo sannarlega mikilla ríkisstyrkja sem launamenn kosta. Það eru einu fyrirtækin í landinu sem þurfa ekki að greiða fyrir hráefnið sem þeir nota til að fénýta.
Það á enginn að geta gengið að auðlindum þjóðarinnar án þess að greiða fyrir réttlátt og eðlilegt verð.
En þessi framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins sem er launamaður hlýtur að hafa gríðarlega há laun.
Magnús greiðir hæstu skattana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kristbjörn, aðeins ein athugasemd. Ef þú ert að vitna til þeirrar skattálagningar sem nú hefur verið birt, þá eru þessir hátekjumenn með reksturinn á eigin kennitölu og því skattlagðir sem einstaklingar eftir tekjuskattsþrepunum - sem gildir jafnt um launþega og einstaklinga með rekstur. Sem skýrir af hverju viðkomandi eru kallaðir "skattakóngar".
Álagning á fyrirtæki og félög verður ekki birt fyrr en um mánaðamót okt/nóv.
Kolbrún Hilmars, 28.7.2013 kl. 13:06
Sammála þinni athugasemd takk.
Kristbjörn Árnason, 29.7.2013 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.