Meðvirkni hjá lögreglu??

  •  Nú eins og jafnan áður sýnir lögreglan af sér mikla meðvirkni þegar hún segir frá atburðum þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgar.  
  • .
  • Eða eins og segir í hér í fyrirsögn fréttarinnar.
    ---„Engin stórmál á þjóðhátíð“---
     

Þó er alveg víst að mikil drykkja var á þessari skemmtun og drykkjulæti, þá voru númeraplötur teknar af 18 bílum, 45 fíkniefnamál  auk þess kynferðislegt ofbeldi.

 

Það er ekki alltaf allt glæsilegt í Reykjavík um helgarnætur en ef sambærilegir hlutir gerðust í borginni væri ekki verið að skafa af því með því að gera lítið úr alvarlegum afbrotum. Til þessa hafa fíkniefnabrot verið talin alvarleg og í fréttum af þeim hefur ekki tíðkast að ræða um mismikil brot í þessum efnum.

Það er auðvitað löngu kominn tími til þess, að fá utanað komandi lögreglumenn t.d. frá Reykjavík til að sinna lögregluvakt á þjóðhátíð í eyjum og að jafnmargir Árnessýslu lögreglumenn kæmu til Reykjavíkur.

 A.m.k. er mikilvægt að hafa breytilega hópa lögreglumanna til að sinna hátíðum sem þessum. Því árlegur fréttaflutningur lögreglumanna af t.d. þjóðhátíð í eyjum ber þess greinilega merki að þarna sé um einhver hagsmunamál að ræða hjá lögreglumönnum.  Þ.e.a.s. að líkindi séu að þeir lögreglumenn sem eru jákvæðir gagnvart því sem raunverulega gerist fá frekar þessa aukavinnu en aðrir.


mbl.is Engin stórmál á Þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

"Þ.e.a.s. að þeir lögreglumenn sem eru jákvæðir gagnvart því sem raunverulega gerist fá frekar þessa aukavinnu en aðrir."

Þú hefur auðvitað sannanir fyrir þessari staðhæfingu þinni, er það ekki?

Austmann,félagasamtök, 5.8.2013 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband