Svona viðbrögð geta ekki komið á óvart á Íslandi

 

  • Það hefur lengi viðgengist vinavæðing í íslenskum dómstólum
    .
  • Við eigum svona Silvios Berlusconis- menn á Íslandi 

 

Íslenskir stjórnmálamenn hafa verið fundnir sekir um að brjóta íslensk lög og jafnvel sjálfa stjórnarskránna. Sumir hafa þeir fengið dóma og flokksfélagar þeirra hafa jafnvel farið í vörn fyrir þessa menn. Aðrir hafa sloppið vegna fyrningarreglna.

Aðrir hafa verið á mörkum þess að geta talist til beinna afbrotamanna vegna þess að lög hafa ekki verið afdráttarlaus um athæfi þeirra og hugsanleg brot . Ámælisvert háttarlag er látið fyrnast. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru menn endurkosnir og geta þess vegna orðið ráðherrar.

Þeir hafa ásakað aðra fyrir að haft þá afstöðu til þessara  hluta, að þeir hafa viljað vísa málum fyrir dómstóla og eða hafa viljað bæta lög og jafnvel stjórnarskrá svo svona hlutir geti ekki endurtekið sig.

Þetta ástand á Ítalíu er vissulega alvarleg spilling.

En svipuð spilling á sér stað á Íslandi 


mbl.is Sýna Berlusconi samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad er nu enginn stjornmalamadur jafn slaemur og Berlusconi a Islandi. Madurinn er alraemdur fyrir sin kynlifsparti sem eru full af vaendiskonum auk thess ad hann svaf hja vaendiskonu sem var undir 18 ara.

Asmundur (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 13:15

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Ásmundur, það er engin leið fyrir okkur að meta hvað er alvarlegt og hvað ekki þegar spilling er annarsvegar. En líklegt er að sé þetta í stærri skala úti á Ítalíu en hér á skerinu.

En spilling hefur verið í áratugi og er einnig landlæg á Íslandi. Spillingargosarnir hafa a.m.k. ekki sett Ítalíu á hliðina eins og gerðist hér fyrir tæpum 5 árum.

Kristbjörn Árnason, 5.8.2013 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband