Algjörlega ómissandi þingmaður

  • Það yrði alvarlegt áfall að missa Vigdísi úr áhrifa- verkefnum á Alþingi.
    .
  • Nóg var það slæmt að flokkur hennar treysti henni ekki til að verða ráðherra frekar en öðrum Reykvíkingum.
    .
  • Hún setur lit á pólitískar umræður. 

Það er óskiljanlegt, að almenningur skuli ekki vilja að farið sé í það þarfa verkefni að reyna enn frekar að spara hjá hinu opinbera. Síðasta ríkisstjórn eyddi mikilli orku í sparnaðaraðgerðir og það er ekki nema sjálfsagt að slíku starfi sé haldið áfram. 

Við sem erum ekki stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar bindum miklar vonir við Vigdísi. Það er þegar komin veruleg þreyta hjá sumum sem verða umbera eitt og annað sem hún segir. 

Ég hef þegar sent sparnaðarnefndinni nokkrar tillögur og þær eru með þessum hætti:

  • fækka ráðherrum í 8 strax. 

  • Leggja niður alla styrki til einstakra atvinnugreina

  • Að hafa eitt skattstig í virðisaukaskatti og engar greinar verði undanþegnar skilum á slíkum skatti t.d. 15%

  • Að allir aðilar greiði tekjuskatt bæði einstaklingar og lögaðilar eftir sömu álagningareglu að frádregnum persónuafslætti. 

  • Að allir skattgreiðendur bæði einstaklingar og lögaðilar greiði skatt samkvæmt brútto tekjum. 

  • Að dregið verði um framkvæmdum Landsvirkjunar og að fyrirtækið greiði fullan tekjuskatta af bróttotekjum.

  • Að allir styrkir verði aflagðir til fjölmiðla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband