Þetta eru auðvitað slæm vinnubrögð, ef satt er.

  • Ég verð þó að viðurkenna að ég trúi fáu af því sem Guðlaugur Þór segir og man ekki hverjar þessar spurningar voru.
  • .
  • Sennilegt finnst mér að þær hafi verið álíka gáfuegar og málefnalegar eins og margt það sem stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins lét frá sér fara á síðasta kjörtímabili. 
  • .
  • En Guðlaugur Þór stóð í stórframleiðslu á bull spurningum og RÚV var stanslaust að flytja fréttir af fyrirspurnum frá þingmanninum, á færibandi.
  • En það eru allir óánægðir með RÚV. Vinstri mönnum finnst miðillinn sinn fyrst og fremst hampa hægri mönnum og hægri mönnum finnst RÚV bara sinna vinstri mönnum.  

En Guðlaugur Þór hefur verið spurðum um eitt og annað og sjaldnast svarað. Dæmi eru spurningar um tengsl hans við hagsmunaaðila varðandi Orkuveituna og ævitýrið um „REI“.

Þá hefur Guðlaugur Þór aldrei svarað spurningum um, hverjir lögðu í kosninga-sjóði hans fyrir kosningarnar 2007. En stuðningsmenn hans létu honum í té 25 milljónir króna.  Það er mjög mikilvægt að þessi þingmaður upplýsi þjóðina um hverjir það eru sem hafa kostað hans kosningabaráttu.

Eðlilegum spurningum um hvort Guðlaugur Þór sé að einhverju leiti háður slíkum styrktaraðilum.  Eða hvort hann hafi þannig selt sálu sína.

 

  • Nú keppast moggadindlar við að auglýsa, að RÚV sé til sölu. 
    .
  • Oft hafa þingmenn verið til sölu. 
    .
  • Hvað ætli margir núverandi alþingismenn  hafi þegar verið keyptir og eða hafa verið seldir?
Margir höfðu einmitt áhyggjur af þessu þegar umræðan um fiskveiðmálin voru til umræðu síðasta vetur og einnig þegar umræðurnar fóru fram um stjórnarskrárbreytingar. 

 


mbl.is Þykir svarleysið ekki fréttnæmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er víst ábyggilegt að háttvirtum þingmanni þyki svarleysið ekki fréttnæmt.  Hann er sjálfur haldinn þeirri áráttu að svara ekki þó að hann lofi upp í ermina á sér. Hef ég sem dæmi tvisvar talað við hann, sent honum tölvupóst til að hnykkja á og hefur hann ekki séð ásæðu til að svara.  Hitt er verra þegar menn lofa að svara og gera það ekki.

thin (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 19:43

2 identicon

Samkvæmt greiningu ónefnds mans

þá eru það bara fasistar

sem ekki telja fréttaflutnig RUV

hinn eina sanna sannleika

Grímur (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 22:29

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Grímur, það er engin fréttastofa óskeikul.

En þetta er sú fréttastofa sem almenningur getur best treyst á.

Allar aðrar fréttastofur á Íslandi eru í höndum einhverra hagsmuna aðila. Allar hafa þær reynt að segja hinn eina sanna sannleika.

En RÚV reynir bara að segja satt og rétt frá atburðum. Það er styrkleiki RÚV. Einmitt þess vegna leggur almenningur allt sitt traust á þá fréttastofu.

Kr

Kristbjörn Árnason, 21.8.2013 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband