Fráleitur málflutningur eigenda hópferðabíla

  • Opinbert fé er ekki notað til að styrkja Strætó, heldur eru sveitarfélögin styrkt til að efla samgöngur í þágu íbúa sinna. Þetta er gert samkvæmt ströngum skilyrðum og samningum sem sveitarfélögin þurfa að gera.
  • .
  • M.ö.o. styrkurinn er veittur fólkinu í landinu, sem einskonar  afsláttur af sköttum.  Eitt er alveg ljóst,  að Strætó fitnar ekkert vegna þessara peninga.

Opinbert fé er ekki notað til að styrkja Strætó, heldur eru sveitarfélögin styrkt til að efla samgöngur í þágu íbúa sinna.  M.ö.o. styrkurinn er veittur fólkinu í landinu, einskonar  afsláttur af sköttum.  Eitt er alveg ljóst,  að Strætó fitnar ekkert vegna þessara peninga.

Rétt eins og það er ekki innheimtur virðisaukaskattur  vegna fargjalda, þegar fólk borgar fyrir fargjöld innanlands.  Það dettur engum í hug að segja það, að það sé styrkur til rútufyrirtækja.  Þrátt fyrir þá staðreynd hafa fargjöld á Íslandi í almenningsfarartækjum verið mjög há miðað við laun venjulegra launamanna og einnig miðað við fargjöld í Evrópu almennt.

Í flestum löndum Evrópu eru almenningssamgöngur hluti af þjónustu ríkis- og sveitarfélaga  og það var löngu kominn tími á það að slíkt fyrirkomulag væri þróað á Íslandi. 

Rétt er að benda á þá staðreynd að hópferðafyrirtæki hafa greidd mjög lág gjöld fyrir að aka um vegi landsins. Uppbygging vegakerfisins er félagsleg aðgerð og ekki hugsuð til að styrkja einkafyrirtæki. Stórir bílar slíta vegunum margfalt við smábíla einkum þó flutningabílar.

Það er mikilvægt að styrkja fólk á landsbyggðinni með þessum hætti, rétt eins og sveitarfélögin styrkja rekstur almenningsfarartækja á höfuðborgarsvæðinu. Flugið nýtur einnig mikilla styrkja þótt flugfélögin þurfi að greiða lítilsháttar skatta.

 


mbl.is Segja Strætó njóta ólögmætrar ríkisaðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bendi þér góðfúslega á að kynna þér málin betur áður en þú slærð þessu fram.. Ertu sáttur við að greiða fyrir flutning erlendra ferðamanna um landið?

Már (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 17:29

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Nei ég er ekki endilega sáttur við það Már, en það hefur lengi verið að ferðamenn greiða ekki virðisaukaskatt í hópferðabílum.

Er það ekki einnig styrkur ferðamanna?

Ferðamenn virðast eiga að sleppa við slíkar skattagreiðslur hjá gististöðum og fá endur greiddan skatt af fatnaði og af flestum vörum

Ég hef ferðast um endilanga Evrópu með almenningsvögnum sem eru styrktir opiberu fé.

Kristbjörn Árnason, 21.8.2013 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband