24.8.2013 | 13:51
Kall á plani
- Nú á sauðsvartur almúginn í landinu að hafa trú á planinu eða frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins í einu og öllu.
. - M.ö.o. sama stefnan og sömu áherslur sem sigldi þjóðarskútunni í strand fyrir 5 árum
En þessi skipan á fólki til þessa verkefnis fer alvarlega á skjön við framsetningu Bjarna um að hann vildi stofna til þjóðarsáttar um efnahagsmál. Allt kemur þetta fólk úr ranni Sjálfastæðisflokksins og eru raunar fulltrúar fyrir mjög róttækar hægri sjónarmiða.
Þá hlýtur það að vekja athygli að tveir aðilar í þessum hópi, Guðrún fyrrum varaþingmaður flokksins og Orri eru í raun fulltrúar fyrir samtök atvinnurekenda. Þá hefur Ragnar Árnason verið helsti talsmaður fyrir hörðustu sérgæskustefnu LÍÚ í sjávarútvegsmálum.
Þessi skipan getur tæplega talist vera til þess fallin til að skapa sátt í samfélaginu.
Bjarni leggur auðvitað strax áherslu á að minnka vanda þeirra sem þegar eru í álnum og vill leggja niður stimpilgjöld þegar lán eru endurfjármögnuð. Þetta höfða ekki til láglaunafólks sem annað hvort á ekki kost á húsnæðislánum og getur endurfjármagnað húsnæðislán sín.
En Bjarni sendir sparnaðarnefndinni ákúrur vegna gaspur einstakra nefndar-manna frá því nefndin var skipuð og hefur þegar skapað mikla úlfúð.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.