26.8.2013 | 14:24
Kostuleg og skammarleg fullyrðing menntamálaráðherra
- Auðvitað skiptir uppeldisnám fyrir starfsfólk máli sem starfar við uppeldi ungbarna.
. - Menntamálaráðherra fer fram með bull þegar hann segir að það sem gerðist á Leikskólanum 101 hafi ekkert með menntunarstig starfsfólksins að gera.
Það er nú þannig að kennarar læra að vinna með nemendum. Leikskólakennarar a.m.k. með börnum sem orðin eru ársgömul og eða komin á þann aldur að geta farið í leikskóla. Þar er unnið vandað og faglegt fræðslu- og uppeldisstarf.
Það er aldrei auðvelt að vinna með ungbörnum og fólk sem sérhæfir sig í slíkum störfum eru örugglega hæfari til slíkra starfa. Enda fólk sem hefur valið sér þann starfsvettvang af áhuga og köllun.
Auðvitað er ófaglært fólk á þessu sviði oft mjög fært að fást við þessi störf en það er ekki alltaf sem er skiljanlegt. Það er algengt að fólk lendi í þessum störfum vegna þess að aðra vinnu er ekki að fá. Ekki eru launin það há, að þau hvetji beinlínis ófaglært fólk til afreka á þessi sviði.
Menntamálaráðherra á bara að skammast sín fyrir þessi orð. Hann hefði mátt hringja í Hafnarfjörðin til að fá faglegar ráðleggingar áður en hann svaraði.
Það er aldrei auðvelt að vinna með ungbörnum og fólk sem sérhæfir sig í slíkum störfum eru örugglega hæfari til slíkra starfa. Enda fólk sem hefur valið sér þann starfsvettvang af áhuga og köllun.
Auðvitað er ófaglært fólk á þessu sviði oft mjög fært að fást við þessi störf en það er ekki alltaf sem er skiljanlegt. Það er algengt að fólk lendi í þessum störfum vegna þess að aðra vinnu er ekki að fá. Ekki eru launin það há, að þau hvetji beinlínis ófaglært fólk til afreka á þessi sviði.
Menntamálaráðherra á bara að skammast sín fyrir þessi orð. Hann hefði mátt hringja í Hafnarfjörðin til að fá faglegar ráðleggingar áður en hann svaraði.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.