Þeir kunna að matreiða áróðurinn

 Starfsmenn samtaka atvinnurekenda. 

Það er látið líta svo út sem öll þessi verðmæti fari til þjóðarinnar til að greiða t.d. niður skuldir hennar og eða til þess að lækka skatta á almenningi.

 

Hér má saklausar setningar eru samkvæmt forsíðufrétt Fréttablaðsins. „Hækkun aflaheimilda gæti þýtt tuttugu milljarða fyrir þjóðarbúið eða eins prósents hækkun á landsframleiðslu“, segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA.

M.ö.o. hann gefur sér, að fiskurinn í sjónum sé eitthvað sem er verðlaust og ekkert verðmæti fyrr en útgerðarmaðurinn hefur veitt fiskinn án endurgjalds.

 En þjóðin telur sig eiga allan óveiddan fisk í sjónum og gerir þá kröfu að þeir sem fái að fénýta eitthvað af fiskinum greiði fyrir eðlilegt verð.

Þótt auknar veiðiheimildir geti gefið þjóðarbúinu tuttugu milljarða tekjur að þá er það ekki fé sem þjóðin fær í ríkissjóð. Það er ekki fé sem almenningur fær í sínar hendur til ráðstöfunar fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar.

Útgerðarmenn hirða þessi verðmæti að mestu og þeir greiða mjög litla skatta. Atvinnurekendur nota auðvitað hugtakið „landsframleiðslu“ vegna þess að það er opinbert leyndarmál að erlendir aðilar eiga stóran hlut í útgerðarfyrirtækjum á Íslandi.

Það er nefnilega meira en hugsanlegt að aukningin á þjóðarframleiðslunni verði verulega minni í prósentum talið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband