Það eru fleiri hagsmunaaðilar í þessu flugvallarmáli

 

  • En Reykjavíkurborg og ákveðin hluti fólks á landsbyggðinni
    .
  • Þessi flugvöllur hefur gegnum tíðina plagað íbúa á Kársnesi mest allra.

 

Það er nauðsynlegt að færa flugvöllinn og eða minnka mjög fyrirferð hans og umsvif á þessum stað. Þetta segi ég eftir að hafa frá 8 ára aldri átt heima á Kársnesi beint undir fluglínu flugvéla í lágflugi fram á fullorðins ár. Þetta á við þegar vélar eru að taka á loft eða að lenda. 

Flugvél frá Flugtaki hrapaði við Reykjavík: Missti afl á báðum ... - Mbl


Þetta er einmitt það tímabil í flugi hverrar flugferðar flugvéla sem eru hættu-legust.  Ég get fullyrt það, að fjöldi fólks sem átti heima og á heima á þessu svæði hefur áhyggjur af því að eitthvað komi fyrir þessar vélar í hvert skipti sem t.d. stórar vélar skríða yfir þökin á nesinu. Ekkert fólk á Íslandi þarf að þola annan eins ágang.

Þá er auðvitað mengunin af fluginu auðvitað algjörlega óþolandi. Tilvera þessa flugvallar er ekki fólki bjóðandi á okkar tímum.

Það fólk sem krefst þess að flugvöllurinn verði þarna í óbreyttri mynd veit ekkert um hvaða kröfur það er að gera til fólks sem býr við þessar skelfilegu aðstæður. Það er ekkert mál að líða sjúkraflug sem eru hreinir smámunir, það er farþegaflugið með stórum flugvélum sem er óþolandi með öllu.

Fyrir þá sem hugsa um verðmæti eigna sinna, að þá má gjarnan upplýsa um það að þessi flugumferð heldur niðri verði á íbúðarhúsnæði á þessu svæði.
Það er einfaldlega nauðsynlegt að finna nýja lausn í þessu máli sem væri málamiðlun.

http://kfrettir.is/baejarstjorn-kopavogs-vatnsmyri/ 

Yfirgangur hagsmunaaðila í atvinnuflugi og hvítflibba-manna á landsbyggðinni gengur ekki í þessum efnum.

Bara að endurtaka það, ef  þarna væri aðeins sjúkraflug er það ekkert vandamál, það hefur enginn neitt á móti því en farþegaflugið verður að vera annarstaðar.  


mbl.is Lokaorrustan um flugvöllinn hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu bíddu! Þú talar eins og að þú hafir flutt inn áður en að flugvöllurinn hafi svo komið og lagt allt í rúst...

Þú verður að athuga að flugvöllurinn er búinn að vera þarna lengur en þú. Þessi rök um að hann haldi niðri íbúðarverði halda ekki vatni þar sem að flestar íbúðir nálægt honum eru byggðar löngu eftir að hann kom.

Einnig hafa verið gerðar athuganir á lofgæðum við Reykjavíkurflugvöll, og er loftið þar betra en á flestum öðrum stöðum innan Reykjavíkur.

Þórður Arnar Þórðarson (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 06:19

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Land fyrir nýjan flugvöll:

Á höfuðborgarsvæðinu er ekki þverfótað fyrir gólfvöllum. Væri ekki hægt að nota einhvern af þeim fyrir flugvöll?

Talað er um að Vatnsmýrin sé dýrmætt byggingarland. Antisportisti spyr: Hvað með alla gólfvellina og fótboltavellina?

Guðjón Sigþór Jensson, 12.9.2013 kl. 07:14

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þórður litli, við beinlínis drukkum í okkur bensínið undir fluglínunni á Kársnesi. Það gerðist gjarnan þegar stórar vélar voru að taka sig á loft og rétt drulluðu sér yfir húsþökin.

En mengunin hefur breyst síðustu árin og fólk verður minna var við lyktina.

En óttinn er enn til staðar.

Það breytir engum með hvenær húsin voru byggð, flugumferðin sér um að verð á húsum undir flugumferðinni eru á lægra verði vegna hennar.

Þrátt fyrir að þetta hverfi sé gæti verið eitt skemmtilegasta svæðið við höfuðborgina.

Þetta hefur óneitanlega áhrif á viðhald húsa.

Kristbjörn Árnason, 12.9.2013 kl. 08:07

4 identicon

Það sést vel hversu málefnalegur þú ert þegar þú byrjar á að ávarpa mig sem lítinn...

Auðvitað skiptir það máli hvort kom á undan og ef verð húsanna undir aðflugslínunni er lægra þá hafa núverandi eigendur væntanlega keypt þau á lægra verði.

Það eru reglur í gildi á Reykjavíkurflugvelli sem segja til um að beygja þurfi langt út fyrir kársnes, og lítill hluti af aðfluginu fer yfir kársnesið. Það aðflug sem fer yfir kársnes er flogið í 500 feta lágmarki!

Hvernig í ósköpunum færðu það út að "Þetta hafi óneitanlega áhrif á viðhald húsa" ???

Kristbjörn Árnason, ég býst við málefnalegu svari ef þú ert fær um það!

Þórður Arnar Þórðarson (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 09:50

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þórður minn, ég ætlaði nú ekki að gera lítið úr þér. Ég bið þig afsökunar á því ef þú hefur lesið orð mín þannig.

Alls ekki og nú er auðvitað komið í ljós að þú ert auðvitað hagsmuna-aðili. Það er auðvitað rétt hjá þér að aðeins lítill hluti Kársness er í fluglínu í dag. En sá hluti er alveg nógu stór og það var einnig staðreynd að lóðirnar gengu ekki út fyrir íbúðarhús á sinni tíð vegna flugsins.

Það hefur verið erfitt að selja íbúðir á þessu svæði. Þegar söluverð á íbúðareignum er undir almennu verði í næsta umhverfi hefur það áhrif á vilja fólks til að viðhalda eignum sínum. Það er rétt að þessar íbúðir fóru að skipta um eigendur fyrir ca 30 árum en áður voru það sjálfir húsbyggendur sem þarna bjuggu fyrst og fremst. Þegar Kársnesið fór að byggjast upp úr 1950 var fólk ekki meðvitað um þetta vandamál enda miklu minni flugumferð yfir nesið og sjóflug enn algengt

Þessi flughæð er um 175 metrar að lágmarki eins og þú segir. Eða rúmlega tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns sem 70 metrar er segir að lágmarksflughæð sé 2,5 sinnum hærri. Það er öruggt að flugvélar hafa farið þarna yfir í lægri flughæð sérstaklega áður fyrr.

Þegar þarna fara stórar vélar hefur fólk það á tilfinningunni að þær fari rétt ofan við húsin. Það rétt eins og ég sagði að mengun hefur minnkað eða að hún er ekki eins greinanleg og áður.

En ég vona að það náist eðlileg málamiðlun í þessu máli sem snýst fyrst og fremst um að leyfa sjúkraflug en að farþegaflug og önnur tengd starfsemi fari að mestu annað.

Varðandi loftgæðin á sjálfum flugvellinum er eðlilegt að þau séu betri en á mörgum stöðum í borginni þar sem er mikil og þétt bílaumferð.

Kristbjörn Árnason, 12.9.2013 kl. 12:39

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Lágmarks flughæð flugvéla yfir Kársnesið 175 metrar sem er 2,5 sinni meiri hæð en hæðin á Hallgrímskirkju sem er 70 metrar.

Það er morgunljóst að hér áður var flughæðin lægri og mátti oft finna megnan bensínfnykinn. Það er augljóst, að oft fljúga vélar þarna lægra en þetta viðmið segir til um.

Það eru hættulegustu stundirnar í flugi þegar flugvélar eru að taka á loft eða að lenda. Það býr margt fólk undir þessari fluglínu og það eru margir einstaklingar sem hafa af því stöðugan ótta að þarna verði flugslys.

Sérstaklega þegar það verða slys annarstaðar rétt eins og á Akureyri fyrir nokkrum vikum síðan.

Bæjarstjórn Kópavogs vildi láta flytja Reykjavíkurflugvöll árið 1963. - Kópavogsfréttir

kfrettir.is

„Bæjarstjórn Kópavogs telur augljóst að brautir Reykjavíkurflugvallar geta ekki dugað til frambúðar og … telur veigamikil rök fyrir því að

Kristbjörn Árnason, 12.9.2013 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband