20.9.2013 | 07:32
Forsætisráðherra hrósar Vinstristjórninni
- Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar.
En Sigmundur Davíð leyfir sér að tala niður til ríkja ESB í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNBC í morgun. Þar sagði hann meðal annars að evrusvæðið hefði ekki lært þá lexíu sem Ísland hefði neyðst til að læra. Ísland hefði fyrst orðið fyrir barðinu á kreppunni en svo virtist sem það yrði fyrst út úr henni. Þá hefðu Íslendingar lært margt af ástandinu.
Þessi ummæli verða ekki túlkuð á annan veg, en að Sigmundur Davíð sé að hrósa fyrri ríkisstjórn sem fékk það verkefni að losa þjóðina af strandstað.
En Sigmundur er auðvitað ekkert að rifja það upp, að það voru núverandi stjórnarflokkar sem leiddu þjóðina í þetta hrun og eru þeir stjórnmálaflokkar sem bera pólitíska ábyrgð á því ástandi sem ríkti hér fyrir hrunið og orsakaði hrunið. Þjóðin er engan vegnin búin að jafna sig á. Þrátt fyrir að vinstri stjórnin hafi unnið kraftaverk.
- Nú álíta margir að þjóðarskútan sé farin að sigla hraðbyri í átt að nýju strandi.
Þessi frétt verður látinn renna hratt í gegnum Mbl.
Ísland verði fyrst út úr kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 07:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.