Landsbyggðarfólk misnotað í borgarpólitíkinni

  • Enn stendur Jón Gnarr af sér óþverraslaginn
  • Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tekur á sig óþverrablæ.
    .
  • Nú á að vaða áfram í þessari kosningabaráttu á einu máli.
    .
  • En Sjálfstæðisflokkurinn gengur klofinn til þessara kosninga.
    .
  • Ekki má gleyma því að innanríkisráðherrann hefur viljað færa þennan flugvöll á annan stað
    .
  • Það er ríkisvaldsins að finna nýtt flugvallarstæði.

Hvað sem mönnum finnst um flugvöllinn þá er mikilvægt að átta sig samhengi hlutanna. Undirskriftasöfnuninni frægu er t.d. stýrt úr Hádegismóum, og hún er liður í áróðursstríði hægrimanna.

Vefmiðlun ehf, sem stendur á bak við undirskriftasöfnunina lending.is er rekstraraðili skítdreifivefsins AMX þar sem hinir íllræmdu “smáfuglar” héldu uppi róg og skítkasti.

Lénið „lending.is“  er skráð í eigu „Vefmiðlun ehf“  Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Land:  IS.  Netfang   vefmidlun@vefmidlun.is.  Skráð, 13. ágúst 2013.

Á bak við þetta áróðursstríð eru sterkir peninga aðilar. Líklegt verður að telja að umboðsaðilar í Reykjavík beiti sér nú innan Sjálfstæðisflokksins gegn þeirri áherslu sem núverandi borgarstjórn leggur á uppbyggingu strætisvagna kerfisins og að reiðhjólaumferð verði gert miklu hærra undir höfði.

Á bak við flugvallarmálið eru einnig fjársterkir aðilar í flugrekstri og í tengdri ferðaþjónustu. Þeir hafa leyft sér að halda uppi rangfærslum í áróðri sínum.

Menn mega ekki gleyma því, að það er á ábyrgð ríkisvaldsins að finna lausn á flugvallarmálum framtíðarinnar, en ekki borgarinnar. En þar hefur vantað áhuga á því að sinna þeim skyldum.

En „Besti-flokkurinn“ styrkir enn stöðu sína í borginni og er nú Morgunblaðs ritstjórinn búinn að taka upp gamla eineltisaðferðir gegn borgarstjóranum að sögn Jóns Gnarr.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband