Eitt dauðsfall á dag

  • Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hefur um nokkura missera skeið gagnrýnt stjórnvöld í Qatar og Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) fyrir að samþykkja skelfilegan aðbúnað verkamanna sem vinna að mannvirkjagerð vegna HM 2022 sem fram fer í Qatar eftir níu ár. 
    .
  • Um það bil 1200 þúsund farandverkamenn vinna í Qatar um þessar mundir réttindalausir og við skelfilegar aðstæður.

 


Óbærilegur hiti dró yfir 30 nepalska verkamenn til dauða í júlí auk fjölda manna sem farast í hverjum mánuði vegna þess að öryggismál eru í ólestri. Að meðaltali deyr einn verkamaður á dag alla daga ársins vegna lélegs aðbúnaðar starfsmanna í Qatar. Það þýðir að milli 3 og 4000 verkamenn munu látið lífið við störf í Qatar áður en fyrsta flautið gellur á HM 2022. Sharan Burrow framkvæmdastjóri ITUC segir þessa stöðu óásættanlega með öllu og gegn þessu ástandi verði barist.

Framkvæmdastjórn FIFA kemur saman í Zurich í næstu viku til að ræða möguleika á því að færa heimsmeistarakeppnina yfir á vetrarmánuðina til að heilsu og öryggi leikmanna og áhorfenda sé ekki stefnt í hættu. Engin áform eru hins vegar uppi um að ræða öryggi þeirra verkamanna sem byggja leikvangana í Qatar á fundinum í Zurich. Það harmar ITUC.

ASÍ-UNG hefur ítrekað óskað eftir afstöðu KSÍ til þess að mannréttindi eru brotin á verkafólki sem vinnur við uppbyggingu knattspyrnumannvirkja í Qatar vegna HM 2022. KSÍ hefur ekki séð ástæðu til að svara.

(Fréttabréf ASÍ) 



mbl.is Fyrsti leikurinn hjá Bendtner með Arsenal í rúm tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband