Hagsmunaöflin virðast hafa náð markmiði sínu með vel skipulögðum tæknibrellum

  •  Það er einnig ljóst, að flugvallarmálið verður eitt aðal kosningamál þeirra aðila sem hafa töglin og haldirnar í Sjálfstæðisflokknum. 
  • .
  • Svo hart er farið í málinu að nokkrir borgarfulltrúar flokksins hafa hlaupist undan merkjum í því hlutverki sínu að gæta hagsmuna borgarinnar og borgarbúa.  
    .
  • Maður spyr sig auðvitað hver afstaða núverandi innanríkisráðherra er í þessu máli. Reyndar hefur Hanna Birna oft skipt um stefnu í málum ef það hefur hentað henni er því virðist.
    .
  • Gengdarlaus áróður hagsmunaaðila hefur náð til fjölda fólks og kjósendur tveggja flokka eru með einhlýta skoðun í máinu sem fer á skjön við hagsmuni borgarinnar.

 

Hvað sem mönnum finnst um flugvöllinn þá er mikilvægt að átta sig samhengi hlutanna. Undirskriftasöfnuninni frægu er t.d. stýrt úr Hádegismóum, og hún er liður í áróðursstríði hagsmuna-aflanna og kosningahagsmuna hægrimanna.

Vefmiðlun ehf, sem stendur á bak við undirskriftasöfnunina lending.is er rekstraraðili vefsins AMX þar sem hinir íllræmdu “smáfuglar” er halda uppi róg og áróðri fyrir hægrisinnuðustu öflin í landinu.

Lénið „lending.is“  er skráð í eigu „Vefmiðlun ehf“  Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Land:  IS.  Netfang   vefmidlun@vefmidlun.is.  Skráð, 13. ágúst 2013.

Hluti málsins er einnig barátta þessara aðila gegn uppbyggingu á almenningssamgöngum í Reykjavík og eflingu á reiðhjólamenningu.

Nú hafa þessi öfl keypt skoðanakannanir hjá öðrum aðilum til að fylgja eftir sigri sínum í undirskriftasöfnuninni.

Menn mega ekki gleyma því, að það er á ábyrgð ríkisvaldsins að finna lausn á flugvallarmálum framtíðarinnar, en ekki borgarinnar. En þar hefur vantað áhuga á því hjá ríkisvaldinu að sinna þeim skyldum.

Það sjá allir nauðsynlegt er að finna ásættanlega málamiðlun en það verður tæplega áhugi á því Sjálfstæðisflokki á meðan sá flokkur er í minnihluta í borgarstjórn. Hagsmunir flokksins ganga greinilega fyrir hagsmunum borgarinnar.


mbl.is 82% vilja flugvöllinn í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Almenn skinsemi á ekkert skilt við áróður!

Sigurður Haraldsson, 22.9.2013 kl. 13:16

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Nú er það staðreynd sem enn hefur sannast að ýmis stjórnmálaöfl þurfa að gera sér ljósa grein fyrir.

Hún er sú að efnamenn, hagsmunasamtök þeirra og stjórnmálaflokkar geta keypt sér stuðning þjóðarinnar við ýmis mál ef þeim þykir henta.

Varðandi almenna skynsemi, þá er hún sú að fundin verði skynsamleg lausn á þessi máli. Hún er ekki sú að farið verði með þetta mál í krafti ofbeldis, heldur miklu frekar að gerð verði skynsamleg málamiðlun.

Það er t.a.m. ekki ásættanlegt að þessar stærri flugvélar fái að skríða yfir byggðina á Kársnesi allt niður í 175 metra hæð. Því flugi fylgir mikil slysahætta og ómæld bensín mengun sem börn og fullorðnir anda að sér.

En að ef það væri aðeins sjúkraflug á þessum velli væri það ekki vandamál. Þær vélar sem sinna því flugi eru bæði litlar og það eru fá flug á hverjum tíma.

kveðja

Kristbjörn Árnason, 22.9.2013 kl. 13:29

3 Smámynd: Þorkell Guðnason

Æi Kristbjörn, þú mátt gjarnan beina umhyggju þinni eitthvert annað.

Ég hef alltaf talið þig skynsaman mann og ætla því að að bæta rökum í þessa umræðu.

Fólk sækist eftir að búa hérna í gamla hverfinu þínu, þrátt fyrir ógnina sem þú telur steðja að okkur.

Flokkspólitík hefur engin áhrif á afstöðu okkar sem skiljum mikilvægi flugs fyrir íslenska þjóð.

Fólkið sem byggði húsin sín umhverfis flugvöllinn eftir 1940 var fullkomlega meðvitað um tilvist hans.

Ég minni þig á að við búum á eyju og flugstarfsemi er grundvallarþáttur í lífi landsmanna.

Nútímasamfélag á Íslandi er órofa tengt flugi, flugstarfsemi og flugsamgöngum og óhugsandi án þeirra.

Borgaryfirvöld í Reykjavík nýttu sitt skipulagsvald til frambúðar á þessum stað í mars 1940

Sjá hér grein Mbl frá 10.mars 1940 - Ekki ætti að þurfa frekari vitnanna við: http://timarit.is/files/12228054.pdf

Bæjarráð samþykkti tillögu skipulagsnefndar um framtíðarstaðsetningu innanlands og millilandaflugvallar við Vatnsmýri tveimur mánuðum fyrir hernámið 1940. Það var gert að undangenginni skoðun og rannsóknum skipulagsyfirvalda á mörgum öðrum valkostum.

Þá vissi enginn hvort Bretar eða Þjóðverjar væru líklegri til að ráðast hér inn.

Stórhuga framtíðardraumar bæjaryfirvalda um flugvöll á þessum stað rættust, fyrr en nokkur þorði að láta sig dreyma um,

vegna hins skelfilega ástands sem þá var í heimsmálunum.

Skömmu síðar var ÍSLENSKU ÞJÓÐINNI fært þetta fjöregg, nánast á silfurfati - án greiðslu.

Það varð undirstaðan sem íslensk flugstarfsemi og þar með allt íslenskt nútímasamfélag byggir ennþá á.

Með sömu rökum og notuð hafa verið gegn notendum flugvallarins, má krefjast þess að öll aðstaða til iðkunar t.d. golfs, hestasports og boltaíþrótta verði lögð af og flutt suður á Miðnesheiði. Öll núverandi staðsetning mannvirkja hafi verið skipulagsslys og fólkið sem slíkum óþarfa tengist, muni ekkert um að sækja sínar þarfir þangað suðureftir - og það með tilheyrandi eldneytisaustri. Landið sem undir starfsemi þess fari sé allt of verðmætt byggingaland.

Flugvöllurinn er fjöregg, sem ber að friða um ókomna tíð gegn dægurþrasi hentistefnu pólitíkusa og querulanta,

hvar í flokki sem þeir standa.

Þorkell Guðnason, 22.9.2013 kl. 14:09

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Þorkell minn,

þetta kemur auðvitað ekkert samþykktum Reykjavíkurbæjar 1940 nákvæmlega ekkert við. Engir gátu séð fyrir á þeim tíma hvernig þessi mál ættu eftir að þróast og engin gat spáð í það hvernig kröfur fólks til lífs myndu þróast.

Það fólk sem bjó þá í Skerjafirði, bæði þar sem völlurinn er nú nákvæmlega eða í kringum Nauthól vissi ekki að það yrði rekið í burtu úr húsunum sínum vegna flugvallar sem varð mörgum sinnum stærri en hugmyndir manna gátu verið í ýtrustu mynd. Það fólk var aldrei spurt álits.

Þótt fólk haf byggt sín hús á Kársnesi sem þá var gert neyð á sínu tíma svo öllu sé haldið til haga gerði sér engin grein fyrir því þá hvernig þetta flug yrði í framtíðinni og ég skal fúslega viðurkenna að líklega hafi vélarnar flogið lægra í kringum miðja síðustu öld en þær gera nú.

Það enginn að tala um að þetta fjöregg verði niðurlagt bara alls ekki. Þú gleymir því eins og sumir að bæjarstjórn Kópavogs hefur ályktað um þetta mál og mótmælt flugi stórra véla yfir Kársnesið. Það var árið 1963.

Ég hef reyndar grun um Þorkell minn, að þú hafir ekki verið alveg undir fluglínunni og sért alls ekki enn. En þetta eru nákvæmlega fullgild rök í þessari umræðu og þau eru einnig sönn. Ekki eins og bullið sem sett var á stað í tengslum við undirskriftarsöfnuna og þau eiga að vera inni í myndinni í umræðunni.

Það hefur t.d. enginn sett sig í móti sjúkraflugi í Vatnsmýri enda smávélar sem sinna því og það eru mjög fá flug sem flogin eru á ári að jafnaði í sjúkraflugi.

Það er nú engin hætta sem stafar af iðkun íþrótta Keli minn og engin mengun heldur.

En sökin á því hvernig þessi mál standa nú, er sú alþingismenn og fráfarandi ríkisstjórnir hafa ekki gert neitt í því að finna nýtt flugvallarstæði sem væri á stór- Kópavogssvæðinu.

Mín skoðun er sú, að eðlilegt sé, að komist verði að eðlilegri málamiðlun um þetta mál, annað væri mjög óviðeigandi.

Ég myndi ekki verða glaður ef þessi völlur yrði færður á Hólmsheiði, en undir henni bý ég.

Einnig held ég að það væri ekki valkostur að flytja allt innanlandsflug til Keflavíkur.

Vertu svo sæll Keli minn og hættu svo að uppnefna fólk, það sæmir þér ekki og ólíktþínu fólki að gera slíkt.

Kristbjörn Árnason, 22.9.2013 kl. 14:45

5 Smámynd: Þorkell Guðnason

Kæri Kristbjörn - ekkert var fjær mínum huga en að uppnefna þig og ég kem ekki auga á hvaðan þú fékkst þá hugmynd að ég hafi gert það.  

Foreldrar mínir völdu það - en gerðu það EKKI út úr neyð - að hefja byggingu húss okkar árið 1958. Sama gilti um mig síðar.   Húsið stóð þá hæst húsa undir aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli úr suðri og skagaði upp í hindranaflöt vallarins.  Húsið er á sama stað og þau búa þar ennþá.  Þrátt fyrir það vorum við meðal þeirra fyrstu sem rituðum nöfn okkar á "lending.is".

Ég ætla ekki að eyða orku og tíma í þras, á vettvangi sem tekur ekki rökum heldur metur pólitísk trúarbrögð og lit jafngild staðreyndum.  Ég læt ljóðlínur Hákonar heitins Aðalsteinssonar vitna um áhættu af íþróttaiðkun og koma hér í stað lokaorða minna:

"Haltir og slasaðir bíða menn bana, sem bægslast á hestum um grundir og hlíð, ég hef til þessa haft fyrir vana að horfast í augu við það sem ég ..."  (...kýs)

Þorkell Guðnason, 22.9.2013 kl. 19:05

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Þorkell

Ég þakka þér fyrir að skrifa aftur, ástæðan fyrir því að ég fór að hafa skoðun á þessu flugvallarmáli er einföld, en hún er sú að mér fundist rökin fyrir kröfunni um að flugvöllurinn yrði að vera þarna óbreyttur um aldir bara ekki halda vatni.

En ég skil vel að fólk úti á landsbyggðinni vilji hafa flugvöll nærri aðalsjúkra-húsi landsins. En það vantaði alveg skilningin á því hjá kröfugerðarmönnum að viðurkenna aðra og ekki minni hagsmuni í málinu. Einnig það háttarlag að kynda upp úlfúð milli landsbyggarfólks og borgarbúa.

M.ö.o. það er mín skoðun að gera verði málamiðlun í þessu máli er tekur mið af hagsmunum fólks á landsbyggðinni og einnig mið af hagsmunum borgarinnar og því fólki sem býr í borginni og í nágrannabyggðarlögum.

Umræða um tilfærslu á svona flugvelli þarf langan tíma og verður að vera málefnaleg. Það eru að verða 20 ár síðan alvarleg umræða skapaðist um að nauðsynlegt væri að færa þessa atvinnu-starfsemi úr stað og þeim tíma hefur nákvæmlega ekkert gerst.

Borgin þarf á þessu landi að halda undir byggð. Það eru fleiri möguleikar í stöðunni en Vatnsmýri, Hólmsheiði og Löngusker og það er sérkennilegt að öll umræða um málið er í frosti.

Það er viðurkennt að laga verður vegakerfið til Reykjavíkur frá nágranna byggððarlögunum og er þar helst horft til brúargerðar frá Álftanesi yfir Löngusker og inn í miðborgina. Svona framkvæmt verður að gera á löngum tíma vegna kostnaðar en um leið skapast möguleiki á flugvelli á Álftanesi sem ekkert hefur verið kannaður.

En ég vil einnig þakka þér fyrir pistil vefritinu „Ferlir“ þar sem þú segir frá tveim flugvélaflökum í Reykjafelli fyrir ofan Reyki í Mosfellsveit. Það er góð frásögn kanski einkennilega nákvæm. Það vill svo til að ég þekki þetta fólk á Reykjum. Jón á Reykjum þekkti ég vel og móðir hans var Ingibjörg Pétursdóttir var systir uppeldisföður pabba. Þannig tengdist ég þessari ætt.

Með þeim feðgum söng ég um árabil, Jóni og Guðmundi. Málfríði þekkti ég lítið en kynntist henn örlítið þegar ég heilsaði nokkrum sinnum upp á Jón þegar hann dvaldist á EIR sitt síðasta æviskeið.

Ég verð að viðurkenna að ég skemmti mér stundum við að nöldra um eitt og annað, en fyrst fremst um pólitík. Nú virðist eiga að gera þetta flugvallarmál að kosningamáli. Það er miður, því það er mikið óunnið í því máli og yrði óráð að gera eitthvað í flýti í málinu eins og það yrði einnig mesta óráð að setja það í frost á ný.

Neyðin sem ég fjallaði um var sú að það vantaði húsnæði í Reykjavík upp úr 1940 og einnig vantaði byggingalóðir sem varð til þess að Kópavogur byggðist upp sem nýr byggðakjarni. Við vitum báðir hvernig skiplagið var í upphafi byggðarinnar.

Kveðja, þetta er gott a sinni.

Kristbjörn Árnason, 22.9.2013 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband