26.9.2013 | 12:57
Hroki er hroki
Reynsla er menntun, en nauðsynlegt er að formgera slíka menntun svo hún komi að gagni
- Það er mikill hroki sem felst í því, að hafna þessum aðfinnslum með því að gera rannsóknarmönnum og skýrsluhöfundum upp eitthvert óeðlilegt hátterni.
. - Nú hefur þessari stofnun verið sett ný flokkspólitísk stjórn og sett í flokkspólitísk klakabönd á ný.
Það er auðvelt að reyna að slá um sig með ýmiskonar fyrirslætti og segja einhverjir rannsakendur séu haldnir menntahroka vegna þess að þeir komast leiðinlegri niðurstöðu sem ekki hentar þeim gömlu stjórnendum sjóðsins. Þ.e.a.s. að þeirri niðurstöðu að rekstur Íbúðalánasjóðs hafi ekki verið eðlilegur.
Það er reyndar staðreynd og ekki verður hægt véfengja þá niðurstöðu að reksturinn var í ólestri. Ýmsar ákvarðanir stjórnar sjóðsins kolrangar með mjög alvarlegum afleiðingum. Síðan geta menn hártogað ýmsar tölur endalaust.
Fyrir mér sem almennum borgara virðist augljóst að Íbúðalánasjóður hafi verið í slæmum rekstri og að hann hafi verið misnotaður í pólitískum tilgangi um langt árabil.
Þá stingur það vissulega í augu, að fyrrum formaður hagsmunaaðila í byggingar-iðnaði hafi verið starfandi stjórnarformaður hjá sjóðnum. Slík stjórnarfar er algjörlega yfirgengilegt og getur tæplega annað en boðið upp á tortryggni. Þetta er uppskrift að spillingu.
Þar með ég ekki að segja að Gunnar Björnsson hafi verið spilltur í þessu starfi og hafi sveigt til reglur til þess að koma til móts við sína gömlu félaga í byggingariðnaðinum. En það ættu allir að sjá hversu hættulegt svona fyrirkomulag er.
Menntahroki og rangar fullyrðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki raunin að "it takes one to know one" þ.e.a.s. að bæði nefndin og fomenn sjóðsins hafi verið og séu hrokagikkir?
Óskar Guðmundsson, 26.9.2013 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.