Markt er líkt með skyldum

  •  Repbúlikanar í Bandaríkjunum vilja rífa niður tilraunir Baracks Obama til að byggja upp nýtt og betra heilbrigðiskerfi sem gagnast betur öllum almenningi í þessu guðsvolaða ríki.
  • .
  • Við mörlandar hefðum haldið að nærtækara væri fyrir Bandaríkin að draga svolítið saman í hernaðarútgjöldum 

Hér á landi hefur fólk skiljanlega verulegar á áhyggjur af íslenska heilbrigðiskerfinu og sérstaklega af Landsspítalanum sem hefur verið flaggskip íslenska velferðarkerfisins.

 

Hinir íslensku Repbúlikanar í Sjálfstæðisflokknum hófust handa við að rífa niður íslenskt heilbrigðiskerfi strax 2003 og við hrun samfélagsins 2008 var það í raun komið að fótum fram. Síðan hefur enn verið tálgað utan af kerfinu frá hruni.

Nú hefur fyrrverandi forstjóri Landsspítalinn fengið að kíkja í fjárlaga frumvarpið er snýr að Landsspítalanum og heilbrigðiskerfinu. Viðbrögð hans voru snögg, hann sagði af sér í hvelli. 

 


En það er ekki bara að Landsspítalinn sé staddur við hengibrúnina, ástandið á landsbyggðinni er hrikalegt í einu orði sagt, búið er að rýra alla heilbrigðisþjónustu við fólk í dreifðustu byggðum landsins.   

 

 


mbl.is Ríkisstofnanir búa sig undir lokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband