1.10.2013 | 08:56
Það er vandlifað í heimi hér
Á Íslandi varð hrun á fjölmörgum sviðum og það gerðist ekki allt í einu 2008, heldur voru skriðuföllin farin á stað í ársbyrjun 2006 og þá þegar voru farnar að heyrast viðvörunarorð og þáverandi forystumenn í ríkisstjórn voru fullkomlega meðvitaðir um kollsteypuna sem vofði yfir þjóðinni.
- Þjóðin gekk til kosninga án þess að vita af yfirvofandi kollsteypu og jafnvel stjórnarandstöðuflokkarnir voru grunlausir um það sem væntanlegt var.
Vinstri stjórnin er fyrsta ríkisstjórnin sem fer í einhverjar aðgerðir til minnka atvinnuleysi meðal atvinnulausra síðan fyrir stríð. Þar á undan hækkaði vinstri stjórnin einnig atvinnuleysisbætur mjög verulega í mikilli óþökk samtaka atvinnurekenda. Því þessi hækkun neyddi marga atvinnurekur til þess að hækka lægstu laun í fyrirtækjum sínum.
- En þessi hækkun atvinnuleysisbóta var lífnauðsynleg og vegna þess að það var ríkisstjórnin sem hækkaði bæturnar tókst atvinnurekendum ekki að hindra hækkun.
Það er rétt, að það eru alltaf verða það einhverjir sem misnota slíkar félagslegar lausnir eins og atvinnuleysisbætur. Það á ekki bara við um launamenn eða ungt fólk sem ekki hefur komist út á vinnumarkaðinn.
- Atvinnurekendur á Íslandi og einnig í Evrópu misnota gjarnan allar aðgerðir í atvinnumálum til að fá tímabundið ódýrt vinnuafl í formi launamanna sem bera með sér styrki inn í fyrirtækin. Í raun eru þetta styrkir til fyrirtækjanna frá launafólki í heild sinni.
Þetta á einnig við um fjölmörg sveitarfélög sem hafa komist upp með það, að nærast á fjölmörgum styrkjum samfélagsins. Styrkirnir virka sem eiturlyf á sveitarfélögin.
Margir vilja vera á bótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:03 | Facebook
Athugasemdir
Ertu virkilega svona ungur eða svona gleyminn að muna ekki að þetta er ekki nýtt af nálinni heldur er búið að vera í sama brasinu síðan amk 1980.
Það er í raun við það eitt að verðtryggingin var tekin af launum en hélst á skuldum sem skapaði þvæluna sem síðan hefur einvörðungu stækkað.
Það eina sem að síðasta ríkisstjórn gerði var fordæmalaus feluleikur og lygi með raunverulegt atvinnuuleysi. Fyrir 2007 var nefnilega hægt að sjá atvinnuleysi á tölum vinnumálastofnunnar þar sem að nánast enginn kláraði tímabundin úrræði atvinnuleysisbóta.
Nú aftur á móti fellur fólk útaf kantinu og er ekki talið með.... af því að það þiggur part bóta í námi, part bóta í hlutastarfi, part bóta af sveitarfélögunum og part óbeint (via t.d. Vinnandi Veg).
Raunverulegt atvinnuleysi er betra að skoða með að skoða atvinnuþáttöku og unna klukkutíma sem hefur lítið breyst. 2008 fækkaði unnum klukkustundum um 10,3% en síðan þá færst til baka um minna en 1%.
Óskar Guðmundsson, 1.10.2013 kl. 11:40
Sæll Óskar og takk fyrir innlitið hér. Ég hef verið á vinnumarkaði allar götur frá 1958 og virkur í verkalýðshreyfinhunni frá 1962.Formaður í stéttarfélagi 1972 og í 13 ár. Ég var einna fyrstur manna til að ræða ósköpin sem gengu yfir launamenn í maí 1983 og ræddi um væntanlega afleiðingar af lögunum varðandi lánamál.
Þessi lög brutu niður baráttumöguleika verkalýðshreyfingarinnar. Fljótlega eftir ,,þjóðarsáttarsamninganna" hætti ég í verkalýðsmálum að mestu enda fór ég að kenna.
Til að meta það sem vinstri stjórnin gerði varðandi atvinnuleysisbætur verður að skoða hvernig þessi mál voru áður.
Þau mál þekki ég mæta vel enda sá ég um greiðslur á atvinnuleysisbótum í ansi mörg ár. Kveðja
Kristbjörn Árnason, 1.10.2013 kl. 12:17
Tekjustofn Atvinnuleysistryggingasjóðs er atvinnutryggingagjald, sem er hluti af lögbundnu tryggingagjaldi atvinnurekenda sem reiknast af greiddum launum. Atvinnurekendur hafa mótmælt hækkun tryggingargjaldsins ekki hækkun atvinnuleysisbóta. Hækkun tryggingargjaldsins skerðir möguleika atvinnurekenda til að fjölga starfsmönnum og/eða hækka laun eins og önnur gjöld og skattar.
Atvinnurekendur á Íslandi nota gjarnan aðgerðir í atvinnumálum til að fá fólk til starfa sem er að þiggja þetta framlag atvinnurekenda.
Sú árátta vinstri manna að hækka skatta og gjöld atvinnurekenda til að geta hækkað styrki og bætur hjá fullfrísku fólki hefur orðið til þess að fyrir marga er hagstæðara að fá allar þessar bætur og styrki en að sækja vinnu.
Oddur zz (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 12:43
ég vil gjarnan leiðrétta þennan misskilning þinn Oddur.
Tryggingagjöld eru samningsbundin laun starfsmanna sem samið hefur verið um í kjarasamningum en eiga sér lagalegan bakgrunn. Þett þýðir að það eru algjörlega launamenn sem greiða tryggingagjöldin en atvinnurekendur standa síðan skil á þeim samkvæmt samningum og þessum lögum.
Með nákvæmlega sama hætti og þeir standa skil á ákveðnum hluta greiðslna í lífeyrissjóðina. En það sama á við um lífeyrissjóðagjöldin og tryggingagjöldin. Ef stjórnvöld vilja lækka þessi tryggingagjöld ættu þau að endurgreiða þau til launamanna.
Þannig að þetta hefur nákvæmlega engin áhrif á möguleika fyrirtækja til vaxtar. Í eina tíð voru þetta kölluð launatengd gjöld.
Takk fyrir innlitið Oddur
Kristbjörn Árnason, 1.10.2013 kl. 12:53
Fyrir rúmu ári síðan mótmæltu atvinnurekendur hækkun á tryggingargjaldinu sem boðuð var í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. Og áður hafa ríkisstjórnir boðað hækkanir og lækkanir eftir hentugleikum. Þannig að það er nokkuð augljóst að tryggingargjaldið, eins og aðrir skattar, er ákveðið af stjórnvöldum en ekki í kjarasamningum eins og lífeyrissjóðsgjaldið. Því þó tryggingagjaldið sé reiknað út frá öllum staðgreiðsluskyldum launum og hlunnindum, öllum greiðslum fyrir akstur, af lífeyrissjóðsmótframlagi og af mótframlagi í séreignalífeyrissjóð þá er það ekki ákveðið í kjarasamningum.
Tryggingagjöldin eru til dæmis ekki innheimt af erlendum sendiráðum þó þau greiði Íslendingum laun samkvæmt Íslenskum kjarasamningum. Enda flokkast tryggingagjaldið sem skattur og erlend sendiráð eru undanþegin skatti. Og ekki er hægt að leggja á skatta með kjarasamningum.
Oddur zz (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 15:21
Oddur, þetta er góð umræða.
Ég tók þátt í kjarasamningagerð allar götur frá 1972 og 1974 tók ég fyrst þátt í því að semja um hækkun á launatengdum gjöldum (nú kölluð tryggingagjöld) til að styrkja félagslega húsnæðikerfið. Samtök atvinnurekenda féllust á þetta. Launamenn ákváðu að greiða 2% af öllum launum inn í þetta kerfi til að niðurgreiða vexti af félagslegum lánum til húsnæðiskaupa launafólks.
Á útmánuðum 1955 var háð langt og strangt verkfall. Til lausnar á verkfalli þessu var gerður samningur milli verkfallsaðila og ríkisstjórnarinnar þess efnis að sett skyldi löggjöf um atvinnuleysistryggingar. Þann 2. júní 1955 var skipuð nefnd til að semja frumvarp til laga um atvinnuleysistryggingar. Nefndin skilaði áliti snemma vetrar og varð frumvarpið að lögum 7. apríl 1956.
M.ö.o. samið var um að hluti launa yrði notaður til að kosta þessar félagslegu og nauðsynlegu hluti. Þetta þýddi að umsamin launhækkun til félaga verkalýðsfélaganna varð þessu minni.
Öll gjöld í lífeyrissjóði eru umsamin af ,,aðilum vinnumarkaðarins" einnig það fjárstreymi sem fer í aðra þætti eins og í sjúkrasjóði ásamt endurhæfingarsjóður minnir mig að hann sé kallaður. Allt þetta fjárstreymi er hluti af launakostnaði fyrirtækjanna og fyrirtækin bera ábyrgð á því að þessu fé sé skilað, enda ekki fé fyrirtækjanna.
ég þekki ekki reglurnar um erlendu sendiráðin, best gæti ég trúað að kjarasamningar íslenskra stéttarfélaga nái ekki yfir vinnu fólks í sendiráðum erlendra ríkja. Enda er það erlendur vettvangur sem ekki tilheyrir íslenska ríkinu.
Árið 1998 var félagslega húsnæðislánakerfið lagt niður og það urðu mikil átök um (2%) tryggingagjöldin sem á hendi atvinnurekenda. Sagt var að launamenn hafi sjálfir kostað þær launahækkanir sem urðu þetta ár. Enn er karpað um þessa fjármuni.
Síðustu kjarasamningarnir sem ég var virkur þátttakandi var 1990 ,,þjóðasáttarsamningarnir" þá var einmitt tekist á um lífeyrissjóðagjöld.
Kristbjörn Árnason, 1.10.2013 kl. 17:54
Oddur ég vil þó viðurkenna það, að með því að lækka svonefnd ,,Tryggingagjöld" þýðir það einfaldlega að kostnaður vegna þeirra verkefna sem þessi gjöld kostuðu færast þá ríkisins.
Allir eru á þeirri skoðun að framundan sé vaxandi atvinna og minni þörf fyrir há tryggingagjöld. Staðan var sú á hruntímanum, að ríkið lagði til verulegt fé til atvinnuleysistryggingasjóðs á undanförnum árum.
Þá vaknar auðvitað spurningin um hvort tryggingagjöldunum verði skilað til launamanna aftur án þess að það verði notað í skiptimynt í komandi kjarasamningum. Annars er það áfram óbeinn skattur á launamenn.
Kristbjörn Árnason, 1.10.2013 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.