3.10.2013 | 13:12
Það hafa verið greiddar gríðarlega miklar skuldir frá miðju ári 2009
- Skuldir sem höfðu vaxið árum saman fyrir hrun
. - Einnig skuldir sem urðu til vegna hrunsins og hrun seðlabankans
. - Vinstri stjórnin gerði lítið annað en að greiða skuldir til að bjarga Íslandi frá greiðslufalli
Skuldir sem ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks bera fulla ábyrgð á. Þessir flokkar hafa gegnum tíðina stækkað ríkisbáknið algjörlega stjórnlaust án þess að það hafi verið til hagsbóta fyrir venjulegt launafólk á Íslandi.
Þeir hafa hyglað eignafólki í gegnum tíðna, atvinnurekendum sem hafa notið ríkisstyrkja í stórum stíl og hálaunafólki. Núverandi ríkisstjórn er þegar byrjuð að hygla þessum sömu aðilum. Nú í tillögum efnahags- og fjármálaráðherra stendur til að lækka skatta á millistéttarfólki og hálaunafólki sérstaklega. Skattar láglaunafólks mun ekki taka breytingum en þeir munu þurfa að bera stóraukin þjónustugjöld eins og t.d. gistináttagjald á sjúkrahúsum svo eitthvað sé nefnt.
Það er aldrei of oft ítrekað, að tryggingagjöldin eru umsamin hluti launa starfsmanna fyrirtækjanna. Það eru ekki atvinnurekendur sem greiða þessi gjöld, en þeir bera ábyrgð á því að þeim sé skilað samkvæmt samningum og lögum þar um.
Bjarni segir að ekki sé vilji til þess að laun í landinu hækkuðu umfram það sem atvinnurekendur hafa nefnt. Hann gleymir því auðvitað viljandi, að það eru atvinnurekendur sem hafa frelsi til þess að varpa vöruverðhækkunum út verðlagið og það er það sem hefur mestu áhrifin á verðbólguna í landinu.
Það má vissulega skera niður kostnað á ýmsum sviðum og það er eðlilegt að útgerðin greiði fyrir fiskinn sem þeir taka á Íslandsmiðum.
Þeir hafa hyglað eignafólki í gegnum tíðna, atvinnurekendum sem hafa notið ríkisstyrkja í stórum stíl og hálaunafólki. Núverandi ríkisstjórn er þegar byrjuð að hygla þessum sömu aðilum. Nú í tillögum efnahags- og fjármálaráðherra stendur til að lækka skatta á millistéttarfólki og hálaunafólki sérstaklega. Skattar láglaunafólks mun ekki taka breytingum en þeir munu þurfa að bera stóraukin þjónustugjöld eins og t.d. gistináttagjald á sjúkrahúsum svo eitthvað sé nefnt.
Það er aldrei of oft ítrekað, að tryggingagjöldin eru umsamin hluti launa starfsmanna fyrirtækjanna. Það eru ekki atvinnurekendur sem greiða þessi gjöld, en þeir bera ábyrgð á því að þeim sé skilað samkvæmt samningum og lögum þar um.
Bjarni segir að ekki sé vilji til þess að laun í landinu hækkuðu umfram það sem atvinnurekendur hafa nefnt. Hann gleymir því auðvitað viljandi, að það eru atvinnurekendur sem hafa frelsi til þess að varpa vöruverðhækkunum út verðlagið og það er það sem hefur mestu áhrifin á verðbólguna í landinu.
Það má vissulega skera niður kostnað á ýmsum sviðum og það er eðlilegt að útgerðin greiði fyrir fiskinn sem þeir taka á Íslandsmiðum.
Staðinn verði vörður um velferðarkerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.