Ráðherrar og þingmenn hafa svikist um að finna stað fyrir flugvöll

  • Það eru til ýmsar lausnir og á þær hefur verið bent
    .
  • Það er vert að hugsa um það, hvers vegna kjörnir fulltrúar þjóðarinnar
    á Alþingi eru svona áhugalitlir um lausn á þessu flugvallarmáli.
    .
  • Getur það t.d. verið þeirra persónulega hagsmunamál að ekki verði breytingar á staðsetningu flugvallarins
Undanfarnar vikur hefur teymið í Hádegismóum haldið uppi með miklum fjármunum í látlausum árásum á hagsmuni Reykvíkinga vegna hugmynda borgaryfirvalda um að færa Reykjavíkurflugvöll á hagkvæmari stað svo byggðin í borginni geti loks þróast á eðlilegan hátt. 

Reykjavíkurflugvöllur og Akureyrarflugvöllur geta ekki stólað á ríkisstyrki framtíðinni verði nýjar reglur Evrópusambandsins um bann við ríkisstyrkjum til flugvalla samþykktar óbreyttar. Gert er ráð fyrir að þær taki gildi í áföngum á allnokkrum árum frá og með næstu áramótum.

Vefsiðan túristi vakti athygli á þessum nýju reglum nýverið. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia koma þær til með að hafa áhrif á ríkisstyrkta flugvelli með fleiri en 200 þúsund farþega. Reglurnar hefðu því áhrif á flugvellina í Reykjavík og á Akureyri. Áhrif á Keflavíkurflugvöll yrðu óveruleg því hann er fjármagnaður með notendagjöldum. 

Ríkisstyrkur þessi til Reykjavíkurflugvallar er áætlaður á þessu ári um 278 milljónir og styrkurinn til Akureyrarflugvallar um 364 milljónir. Þessar 642 milljónir eru auðvitað landsbyggðarstyrkir.

Það er því ljóst að þessir flugvellir virðast ekki bera sig án styrkja sem eru kostaðir af skattfé allra landsmanna. Þetta kemur til viðbótar við aðra landsbyggðarstyrki sem skattgreiðendur leggja til með sköttum sínum. 

Auk þess er vert að taka eftir þeirri staðreynd, að Reykjavíkurborg fær enga greiðslu fyrir lóðaleigu af þessu verðmætasta landi borgarinnar. Það er einnig landsbyggðarstyrkur. 


Skattgreiðendur á Íslandi eru fyrst og fremst launamenn en aðrir aðilar greiða í hlutfalli mjög litla skatta. Langmestur fjöldi skattgreiðenda býr í þéttbýlinu á sv- landi. Þ.e.a.s. fólkið sem ekki notar þessa flugvelli

mbl.is „Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband