Aumkunnarverður ráðherra í sjónvarpinu

  • Greinilegt er að maðurinn hefur ekki þann manndóm til að berjast fyrir hagsmunum Landsspítalans innan ríkisstjórnarinnar.
    .
  • Ríkisstjórnin hefur gert sig seka um að bjóða þjóðinni upp á örgustu frjálshyggjustefnu í heilbrigðismálum og í mörgum öðrum málaflokkum.
    .
  • Fyrstu viðbrögð þjóðarinnar eru á þann veg, að hún ætlar ekki að látabjóða sér upp á þessa stefnu. 

Þjóðin man auðvitað eftir loforðum fyrrum formanna ríkisstjórnarflokkanna þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar þegar síminn var seldur nokkrum pabbastrákum í réttum flokkum. Þeir peningar hefðu nægt til að byggja.

 

 

Kári Stefánsson sagði réttilega að vandamál Landsbankans væri af pólitískum toga og að þingmenn geri sér enga grein fyrir vandanum á sjúkrahúsinu.

Kári sagðist hafa það á tilfinningunni að fjárlagafrumvarpið hefði verið „sett saman af litlum strákum í stuttbuxum að spila matadorleik.“ Hann sagðist jafnframt túlka orð heilbrigðisráðherra sem svo að hann óskaði liðsinnis í því að berjast gegn kollegum sínum í ríkisstjórn þannig að forgangsröðuninni verði breytt“.

Fram kom í umræðunni að Landspítalinn hafi verið í fjársvelti frá aldamótum. Síðan hafi hrunið hellst yfir spítalann. Nú eru liðin nær 5 ár og starfsemin er að þrotum kominn.

Það er ljóst, að ríkisstjórnin er þegar á flótta með fjárlagafrumvarpið sama dag og það er lagt fram. Stjórnarliðar viðurkenna fúslega að það sé illa unnið og þeir gera ráð fyrir að þingið bjargi málinu. Bókhaldsbrellurnar eru ansi aulalegar. 


mbl.is Frumvarp stuttbuxnastráka í matador
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband