Hin íslenska leið

Íslenskir hægri menn hafa hamast við það undanfarna daga í fjölmiðlum hvar sem þeir koma því við, að stafhæfa að það sé í raun ekki nein íslensk leið út úr kreppunni. 

 

Kallinn á Kögunarhóli (Knarrarhóli) hefur tekið þátt í þeim hráskinnaleik og síðast í gær. En hann leikur eins og jafnan áður í þessum hólsrennslum skemmtileik og nú kýs hann að misskilja það um hvað hin íslenska leið er. 

  • Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn tekur ómakið af gamla íhaldsmanninum og forsætisráðherranum, að þessu sinni og skýrir hana með nýrri stefnu sinni í skattamálum. 

En Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mælir með því í nýrri skýrslu sinni að ríki sem glíma við fjárlagahalla auki skattheimtu af hátekjufólki og alþjóðafyrirtækjum.

Tillögurnar hafa vakið athygli enda hefur stofnunin yfirleitt frekar lagt áherslu á aðhald í ríkisfjármálum en hærri skatta. 

  • Íslenska leiðin snérist einmitt um slíka blandaða leið niðurskurðar og hóflega auka skattlagningu á það fólk sem hafði notið þess árum saman að greiða litla sem enga skatta. 
    .
  • Þetta var gert til að greiða niður ógnarskuldir íslenska hagkerfisins vegna hrunsins og til að verja, þá þegar mjög laskað félagskerfið eins og hægt var á Íslandi. 

Þrátt fyrir þessa blönduðu leið varð niðurskurðurinn gríðarlega erfiður í heilbrigðiskerfinu og í menntakerfinu sömuleiðis. En þessi svið höfðu verið svelt í nær 20 ár á stjórnartímum Sjálfstæðisflokksins.  En atvinnulífinu tókst að verja sig eins og áður.

Hin íslenska leið snérist ekkert um að að taka ábyrgð á skuldum óreiðumanna í bönkum og af þeim sökum farið aðra leið en Evrópusambandsríkin.

Hægri stjórnin á Íslandi hafði strax eftir hrun axlað þá ábyrgð eins og ríkissjóður réði við, auk þess að tryggja bankainnistæður stóreignafólks langt umfram skyldur innistæðutryggingasjóðs.

Sannleikurinn er þó sá, að sagt er að einungis Írland varði hlutfallslega stærri hluta af peningum skattborgaranna til að bjarga bönkum. 

  • En íslenska hægri stjórnin bætti stóreignafólki þar við sem fékk allar sínar innistæður greiddar og fékk síðan fékk rúman tima til að fara með peningaeignir sínar út úr landinu. 
    .
  • Ekki var spurt um hvort þetta fólk skuldaði sambærilegar upphæðir á móti innistæðum. Auk þess sem sú stjórn festi íslensku þjóðina í ábyrgð vegna Icesave.
    .
  • Allt gerist þetta áður en vinstri stjórnin tók keflinu og sú stjórn var gríðarlega bundin af gjörðum hægri stjórnarinnar í efnahagsmálum.
    .
  • Íslenska leiðin er í fulli gildi þótt hægrimenn á Íslandi eigi erfitt með að kyngja því. 
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mælir með því í nýrri skýrslu sinni að ríki sem glíma við fjárlagahalla auki skattheimtu af hátekjufólki og alþjóðafyrirtækjum. Tillögurnar hafa vakið athygli enda hefur stofnunin yfirleitt frekar lagt áherslu á aðhald í ríkisfjármálum en hærri skatta.
RUV.IS


mbl.is Reiðubúið að segja skilið við björgunaraðstoðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband