Björgum jólasveinunum

Þótt ein dýrategund hverfi af jörðinni lifir jörðin það af. Þannig að það skiptir litlu fyrir jörðina sem heild að mennirnir hverfi hvað þá jólasveinarnir fyrir norðan og austan. Þá vex upp ný dýrategund sem færi betur með jörðina.

M.ö.o. náttúran getur verið án mannsins en maðurinn getur ekki verið án náttúrunnar. Þannig hefur það oft verið orðað sem Kumi Naidoo alþjóðaframkvæmdastjóri Greenpeace segir í viðtali.

 

Umhverfismálin og baráttan við fátæktina og hungrið í heiminum er í raun sama baráttan  Naido segir „nærri því hálfa milljón manna láta lífið á hverju ári vegna loftslagsbreytinga og vísar í skýrslu sem Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna (SÞ) lét gera. Í skýrslunni, sem samin var árið 2009, segir að árlega farist 300.000 af þessum sökum, en að sú tala gæti að óbreyttu náð hálfri milljón árið 2030.

„Fólkið sem lætur lífið af þessum sökum er það fólk sem á hvað minnsta sök á loftslagsbreytingunum. Það hefur ekki aðgang að rafmangi, eins og til dæmis í Darfur, þar sem skortur á landi og vatni er helsti drifkrafturinn að baki átökunum. Það í sameiningu veldur svo matarskorti,“ og segir Ban Ki-moon, aðalritara SÞ hafa sagt að Chad-vatn hafa minnkað svo mikið að það sé nú á stærð við tjörn“.

Við íslendingar eigum í daglegu stríði við fólk sem vill njóta skyndigróða af íslenskri náttúru. Fólk sem algjörlega lokar augunum fyrir því arðráni sem fer fram á Íslandi og víða um heiminn. Fjölþjóðleg fyrirtæki sækjast eftir orkulindum þjóðarinnar og hika ekki við að beita óvönduðum meðulum eins og mútum á báðar hendur til að ná vilja sínum í þeim efnum.

Því miður, þá hafa íslendingar farið illa með sín erfðarauðævi til þessa. Þeir hugsa meira um skyndigróðan enda að verða með feitustu mannverum jarðarinnar. Enda nóg að sleikja.


mbl.is Mannkynið í hættu en ekki Jörðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband