28.10.2013 | 15:12
Það er augljóst hverjir það eru sem ráða stefnu ASÍ
- Það eru fjölmargir verkalýðsrekendur sem það gera og eru þeir aðilar sem eiga sæti í stjórnum ASÍ. þar eru það sjónarmið þeirra iðnfélaga sem hafa innan sinna vébanda launamenn og atvinnurekendur í mannvirkjagerð.
- En félög iðnaðarmanna eru almennt blönduð félög launamanna og atvinnurekenda. Það eru m.ö.o. ekki almennir félagsmenn verkalýðsfélaganna.
Eitt er alveg kýrskýrt að þjóðin hafnaði þeirri stefnu í kosningum 2009 og þjóðin lýsti einnig yfir vantrausti á forystu ASÍ veturinn 2009. Það sást best þegar þessi forysta fór í fundarherferð þennan vetur , að þeir einu sem mættu á fundina voru formenn og stjórnarmenn í stéttarfélögunum. Ekki einu sinni allir, heldur aðeins lítill hluti þeirra.
ASÍ er ekki lengur sú hreyfing launamanna sem hefur félagsleg sjónarmið að leiðarljósi. Hreyfingin fór að breytast upp úr 1958, rólega fyrst en síðan hefur eiginhagsmunapotið verið allsráðandi og frjálshyggjan aldrei langt undan.
Það er fullkominn misskilningur að fyrst hafi rammaáætlun verið í faglegu ferli en svo hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um að hverfa frá því, sagði Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og formaður verkefnastjórnar um Rammaáætlun við DV í sumar.
Hann furðaði sig á málflutningi nýrra valdhafa um pólitík og faglegheit. Kerfið var hannað svona frá upphafi. Það var engin pólitísk ákvörðun á síðustu stundu að hafa þetta svona, sagði Stefán og vísaði þar til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt voru á Alþingi þann 11. maí 2011.
ASÍ dinglaði í afturendanum á samtökum atvinnurekenda þegar þessi samtök sameiginlega réðust á nýkjörna vinstri stjórn 2009. Þeir reyndu að stilla ríkisstjórninni og almenningi upp við vegg með svo nefndum Söðugleika-sáttmála Sem betur fór tókst að forða þjóðinni frá þeim hörmungum ef þjóðin hefði farið í stórkostlega virkjunarframkvæmdir á þessum tíma.
Þarna spiluðu á bak við atganginn þeir sömu og höfðu sett þjóðarbúið á hliðina og erlendir hagsmunaaðilar sem vildu byggja álver.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.