Við erum margir sem vonum að Ísland geti staðið utan ESB

 Það er bara ekki staðreyndin, Ísland er þegar komið langleiðina inn í ríkjasambandið og hefur orðið að kyngja allskyns reglum frá ESB sem Alþingi hefur orðið að gera að íslenskum lögum allar götur frá 1969.

 

Barnaskapur Gunnars Bragi Sveinssonar, utanríkisráðherra er yfirgengilegur þegar hann segir ,,að Ísland eigi að notfæra sér þann áhuga sem kínversk stjórnvöld hafa sýnt Íslandi. Hluti af því er að endurskoða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um að koma í veg fyrir landakaup Huangs Nubo".

Náið samstarf við Kína verður aldrei á forsendum íslendinga, til þess er þetta risaveldi allt of öflugt gagnvart smáríkinu Íslandi. 

  •  Auk þess að vera ríki í krónískum efnahagsvanda, mjög háð erlendu fjármagni. 

Þetta samband verður alltaf á forsendum Kínverja og á þeirra nótum. Við sem þjóð, verðum fljótt háð þessu stórveldi fjárhagslega rétt eins og fleiri þjóðir,  eru Bandaríkin ein þeirra þjóða. Kínverjar munu fjárfesta hér fjölmörgum greinum atvinnulífsins og fljótlega verða þeir ráðandi á Íslandi.

En hugsanlega er slíkt samband, við þetta ólýðræðislega ríki kúgunar forsenda þess að Ísland geti staðið utan ESB og sagt upp fyrri samningum við ESB sem eru EFTA og EES samningar.

Ef það verður utanríkisstefnan er Ísland einnig að slíta sig frá Norðurlöndunum. En þeir eru margir í stjórnarflokkunum sem ekki myndu harma slík slit við aðrar norðurlandaþjóðir. 

  • Staðreyndin er bara sú, að mjög náin pólitísk – og viðskiptaleg tengsl við Kína til framtíðar mun halda niðri launum á Íslandi og lífskjörum. 
    .
  • Launamenn munu tapa á slíkum ofurtengslum, einnig og sérstaklega bændur. 
    .
  • En einhverjir kaupmenn munu hagnast verulega á slíkum viðskipatasamningum.

 


mbl.is Eðlilegt að nýta áhuga Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður er ekki hægt að þverfóta fyrir nátttröllum og afdalamönnum. Þeir virðast ekki átta sig á að við höfum með aðild okkar að EES komin jafnvel lengra að þær þjóðir sem eru að hugsa um að sækja um aðild. Þessi nátttröll og afdalamenn reyna hvað þeir geta að bregða áfram fæti að við verðum fullgirldir aðilar að Evrópusambandiu.

Svo einkennilegt sem það nú er virðast þessi sömu nátttröll og afdalamenn vilja náið samband við Kína! Hvað eru þetta framsóknarfólk að hugsa? Telur það að sjálfstæði Íslands sé tryggara þegar hér flytjast inn tugþúsundir Kínverja og hér verði reistar kínverskar borgir? Það mun ekki líða langur tími eftir að þeir hafa tryggt landsréttindi að sú þróun verði. Kínverjar geta sent hingað milljónir án mikils undirbúnings og hvar er þá sjálfstæði Framsóknarflokksins og Sjálfsvorkunnarflokksins?

Guðjón Sigþór Jensson, 30.10.2013 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband