Landsnet á í vök að verjast

 

  • Sífellt fleiri íslendingar hafna þeirri lausn yfirvalda og þar með Landsnets að lagðar séu háspennulínur þvers og kruss yfir landið. 
    .
  • Er þá sama hvort um er að ræða staurastæður í byggð eða um ósnortið land, t.d. í hálendi landsins.

Umhverfisvitund og umhverfiskröfur landsmanna hafa gjörbreyst undanfarin ár og einnig atvinnuhagsmunir. Gerðar eru mjög harðar kröfur  um  að allar raflagnir fari í jörð og ef því fylgir einhver aukakostnaður eru neytendur tilbúnir að greiða þann kostnað. 

Haugryðguð háspennuvirki

En Landsnet hefur haldið því fram staðfastlega að það sé margfald dýrarara að leggja háspennulínur í jörð heldur en með risaháum  möstrum milli landshluta.

Morgunblaðið segir frá því í gær:
„Jarðstrengir á hárri spennu, 132 kV eða 220 kV, eru dýrari en háspennulínur með sömu spennu en ef tillit er tekið til líftíma, bilanatíðni og fleiri þátta er munurinn ekki nægilega mikill til að hægt sé að réttlæta að kostir jarðstrengja séu ekki skoðaðir til jafns við háspennulínur þegar framkvæmdir eru undirbúnar.

Þetta kom fram í fyrirlestri Þórhalls Hjartarsonar, forstjóra kanadíska fyrirtækisins Metsco Energy Solutions, í Norræna húsinu í hádeginu í gær“.

 Þá segir frá því Morgunblaðinu nú í morgun:
„RARIK reiðir sig á jarðstrengi.  Rarik stefnir að því að nánast allt dreifikerfi fyrirtækisins verði komið í jörð á þriðja áratug aldarinnar.

Þurfi RARIK að endurnýja hluta af dreifikerfi hvarflar ekki að starfsmönnum að reisa loftlínu, nema í undantekningartilfellum.

Ástæðan er sú að kostnaður við lagningu jarðstrengja er mun minni, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu“

Greinilegt er að umhverfisskaði og lýti á landslagi því sem loftlínur fara um eru ekki með reikningum Landsnet. Þá reiknar þetta fyrirtæki ekki með vilja landsmanna er lúta því að allar raflínur fari í jörð og þeir eru tilbúnir að greiða viðbótarkostnað.

Því verða erlendir aðilar einnig að sætta sig við slíkan aukakostnað ef einhver er í byrjun sem greinilega fara tvennar sögur af. Þeim aukakostnaði verður ekki velt yfir á íslenska skattgreiðendur.

Erlendir aðilar verða að greiða fullt verð fyrir raforkuna þar sem tekið er tillit til umhverfisskaða  og flutnings um jarðstrengi og vegna frágang á slíkum lögnum þannig að ekki verði eitthvert lýti í landslagi á eftir.

Nú eru stóriðjumenn farnir að þrýsta mjög á stjórnmálamenn og má heyra það á málflutningi sumra stjórnmálamanna. Þetta fólk virðist taka hagsmuni erlendra fjölþjóðafyrirtækja fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Íslendingar þurfa sjálfir á mikilli raforku að halda til að knýja áfram farartækin í framtíðinni.

En það gleðilegasta er það, að atvinnulífið er sem óðast að jafna sig af sjálfsdáðum án inngripa stjórnvalda. Það er  einmitt þannig atvinnulíf sem hefur einhverja von til að spjara sig,  en ekki atvinnulíf sem sett er af stað með vænum eiturlyfjaskammti.

Pólitískur þrýstingur á Landsvirkjun

 


mbl.is RARIK reiðir sig á jarðstrengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband