Baktjalda málarar flokksins í vanda

  • Vonleysið er algjört í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. 
Aftursætisbílstjórum Sjálfstæðisflokksins tókst að fæla burt þann borgarfulltrúa sinn sem nýtur vinsælda hjá félögum í flokknum og hjá kjósendum. Hagsmunagæsla flokkseigendafélagsins brást og nú eru góð ráð dýr. Hönnuðinum brást bogalistin eins og þegar hann bankastjóri. Blessaður karlinn. 
 
 
 
 

Hann virkar heiðarlegur og átti fylgi langt út fyrir flokkinn. Hann hefur starfað með málefnalegum hætti innan borgarstjórnarinnar og hefur ekki látið Hádegismóa-mórann stjórna sér.

Ekki verður sagt að Halldór sé vænlegur frambjóðandi fyrir þennan í borginni, maður sem hefur litla sem enga útgeislun og getur ekki höfðað til kjósenda í Reykjavík. Hætt er við að hann taki ímyndaða hagsmuni Vestfirðinga fram yfir hagsmuni Reykvíkinga almennt séð og þegar á reynir. 

Eina handbæra skýringin á þessari niðurstöðu er einfaldlega sú, að núverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki reynst þeir bógar sem vænst hefur verið af þeim. 

Hönnu Birnu tókst að komast í annað fley eftir að hún skildi Orkuveituna eftir sem gjaldþrota brak, hún í rauninni bjargaðist fyrir horn eftir heldur lélega frammistöðu í borgarstjórn þegar Villi góði var farinn af vettvangi borgarmálanna.

Það virðast ætla að staðfestast, að það eru komnir nýir tímar í borgarstjórninni. Gömlu flokkarnir sigla þar fremur úfinn sjó.

mbl.is Niðurstaðan ekki bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband