Launaskriðið

Það væri óneitanlega mikilvægt að fá sambærilegar tölur um opinbera starfsmenn. Eins og t.d. laun kennara sem lækkuðu um allt að 30% eftir hrunið og ekki er vitað til þessa að launataxtar hafi hækkað á þessum fimm árum.

 

Þá væri það mjög fræðandi að sjá heildar launatölur  þessara stétta því því hlutfallstölur um hækkanir á launum segja nákvæmlega ekkert um raunveruleg launakjör þessara hópa. Einnig væri fró'ðlegt inn í umræðuna að fá upp tekjutölur verkafólks í störfum hjá opinberum aðilum og t.d. í fiski. Ef þessar upplýsingar eru ekki lagðar á borðið fyrir almenning er frekar lítið að marka umræðina.

Options for this story

Það er einnig fráleit hugmynd að þessi tilfærsla á lífeyrissjóðagjöldum samkvæmt hugmyndum Guðlaugar Þórs geti verið einhver skiptimynt og komið í stað launahækkunar.

ASÍ hefur ekkert umboð til að semja um slíkar tilfærslur

Þó ekki væri nema það, að er ævinlega launamaðurinn sem greiðir allt iðgjaldið hvernig sem því er komi til skila. Atvinnurekendur og eða fyrirtæki þeirra greiða ekki mótframlagið. Þetta eru umsamin laun og þannig hefur það alltaf verið. Það er nú lágmark að þingmaðurinn viti hvað hann er að tala um.

Þá eru margir láglaunamenn sem aldrei hafa haft þau laun að þeir hafi getað greitt þetta viðbótarframlag í lífeyrissjóðina.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur rétt að viðbótariðgjald vegna lífeyrissparnaðar megi nota til að greiða niður íbúðalán. Hann segir að aldrei hafi verið betra tækifæri til að fara þessa leið en einmitt núna.
RUV.IS

 


mbl.is Laun iðnaðarmanna hafa hækkað minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iðnaðarmenn eru örugglega með allt  upp á borðinu og  ekki þekktir fyrir að vinna svart....

Almenningur (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 14:04

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hér er ekki verið að tala um laun fyrir svarta vinnu. Heldur opinber heildarlaun þessara hópa. Þetta eru allt upplýsingar samkvæmt hagtölum

Kristbjörn Árnason, 26.11.2013 kl. 14:26

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef GÞÞ kemur þessu í kring er hann að mismuna borgurunum: Þeir sem skulda fá skattinn felldan niður. Þeir sem skulda ekki en þurfa að ná í viðbótarlífeyrissparnaðinn eins og vegna atvinnuleysis, veikinda og minnkandi tekna þurfa að borga skattinn eftir sem áður.

Tillaga: Sett er þak á lífeyrisgreiðslur: Þeir sem hafa átt von á hærri en 350.000 á mánuði fá 350.000 og ekki krónu meir! Skattfrelsið verði hækkað upp í 200.000 og sem flestir mættu vera sáttir! Og ríkiskassinn hjá Bjarna sem verður alltaf jafntómur og gæslumaðurinn fær þó sitt!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 28.11.2013 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband