Fátækt afleiðing óstjórnar og vondra viðhorfa.

 

  • Þetta er auðvitað hörmulegt ástand sem nú er í mörgum löndum Evrópu og einnig í Bandaríkjunum. Það er auðvitað ástæðulaust að loka augunum fyrir ástandi sem þessu hvar sem það er.

 

 

  • Hvernig er ástandið hvað þetta varðar á Íslandi?
    Það er ekki gott, það eru álíkamargir íslendingar við fátækramörk á Íslandi. Þrátt fyrir að vinstri stjórnin hafi í rústabjörguninni reynt að verja kjör lægst launaðra íslendinga með ýmsum hætti. Þeir sem höfðu það betra bæði í millistétt og hálaunafólk urðu að bera samdráttinn með minni opinberum stuðningi.

En það var langt í frá að skólagengna fólkið sem þjóðin hefur hossað með ýmiskonar félagslegum aðgerðum í gegnum síðustu árin hafi brugist við með menntuðum hætti. Það er greinilegt að þetta fólk sem telur sig vera vel menntað og með ábyrðarkennd eftir langa skólagöngu í framhalds- og háskólum landsins brást.

Nú hefur þessi hópur í millistétt og hálaunafólk unnið verulegan áfangasigur með tilfærsluhugmyndum ríkisstjórnarinnar.

Einnig má sjá viðhorf samtaka atvinnurekenda gagnvart mjög hóværum kröfum láglaunafólks um launabreytingar.  Þeir hafna kröfum um örlítið hærri laun láglaunafólks  sem þrátt fyrir tillögur sínar myndu áfram flokkast sem fólk undir fátækramörkum. 


mbl.is Tæpur þriðjungur Ítala við fátæktarmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband